Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Í hverju liggur vandinn?

Mikið væri nú ánægjulegt að sjá viðsemjendur koma til móts við kröfur kennara. Það verða mörg vandamál upp á borði næsta haust ef ekki tekst að leysa hnútinn. Kennara munu hverfa af vettvangi engin spurning.

Kennarmenntunin er nefnileg fjandi góð til margra annarra hluta en kennslu. Stéttin mun væntanlega eldast enn meir - þar sem unga fólkið sem nýverið hefur verið að sækja í það að vinna við kennslu mun að sjálfsögðu finna sér eitthvað betur launað starf á því er enginn vafi.

Ég trúi því ekki að samninganefnd sveitarfélaganna muni láta það gerast, skaðinn verður erfiður að eiga við ef slíkt kemur til. Við þurfum engin verkföll það er af sem áður var, ungt fólk er óhrætt við að leita á önnur mið og öðlast aðra reynslu af atvinnulífinu. Menn verða að fara að horfast í augu við þá staðreynd.

Þetta er orðið gott - kennarar láta ekki bjóða sér framkomu sem þessa.


mbl.is Lýsa áhyggjum af launadeilu kennara og sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að gerast.

Það er gaman að fylgjast með baráttuandanum sem kominn er í Samfylkingarfólk þessa dagana. Leiðtoginn er kominn á fleygi ferð, virkilega kröftug og sannfærandi. Enda engin venjuleg kona þar á ferð.

Ingibjörg Sólrún er sú manneskja sem hefur svo sannarlega þorað, getað og viljað. Enda náð langt og ekki látið buga sig. Sérstaða hennar er mjög einkennileg þ.e.a.s. sú sérstaða að mönnum virðist finnast leyfilegt að tala hana niður í skítinn hvar og hvenær sem er.

Það er farinn að leggjast að mér sá grunur að um markvissa aðför sé að ræða. Einhvers staðar las ég það að oftast er talað um hana í Staksteini af öllum stjórnmálamönnum í íslenskri pólitík - samt er hún ekki ennþá orðin forsætisráðherra - ótrúlegt.. Mikið verður samt gaman þá - sko í vor.

Í vor verða miklar breytingar á hinu pólitíska sviði. Ingibjörg Sólrún verður forsætisráðherra og vinstri konur og menn taka höndum saman og leiða okkur inn í samfélag réttvísinnar, jafnréttisins og sanngirninnar. Fjölskyldulífið fer að fá sinn sess, öldruð hjón fá að búa saman þrátt fyrir aldur sinn. Það er með ólíkindum að stjórnvöld skuli ekki hafa sinnt þeirri skyldu sinni að búa öldruðum þau sjálfsögðu mannréttindi að ákveða sjálf hvort kosið er um aðskilnað eða sambúð. Og hreint óhugsandi að slíkt sé við líði. Börn og unglingar fara að fá þá þjónustu sem þeim ber - því þessir þættir eru þeir sem skipta ölllu máli fyrir góðan grunn að góðu samfélagi. Hvað sem hver segir um hagnað fyrirtækjanna og velferð í viðskiptum.

Fyrir þessi gildi stendur Ingibjörg Sólrún og liðið hennar - leikurinn er hafinn og markmiðið er einfalt og gott - vinnum leikinn!


Áfram Ingibjörg Sólrún.

Ég læt ekki segja mér það tvisvar - þegar ég hef ekki verið að standa mig í stykkinu. Takk Hallgrímur Helgason fyrir frábæra umfjöllun í Fréttablaðinu í dag undir nafninu "Hið karllæga kvenelti,, Mikið er ég sammála þér.

Ég nefndi það þó hér á síðunni minni hve undrandi ég hefði verið á jákvæðari umfjöllun um snillinginn okkar í Krónikunni. Mér hálf brá því slíkt hafði ég ekki orðið vör við lengi lengi. Við konur sem lítum á okkur sem femínista og allar hinar sem vilja framfarir í jafnréttismálum eigum að sjálfsögðu að standa betur með þeim konum sem sýna fordæmið. Það er fyrir þeirra tilstuðlan að við erum þó þar sem við erum.

Karllægu gildin mega ekki kaffæra okkur, við megum ekki verða samdauna þessu ríkjandi viðhorfi karlamenningarinnar. Með þessum orðum er ég ekki að tala um að allt sem karllægt er sé best farið á báli. Alls ekki en við verðum að ná jafnvægi hvað sem það kostar. Og því er mál til komið að við sem höfum þessa sýn styðjum rækilega við bakið á Ingibjörgu Sólrúnu. Tökum boltann og látum ekki ófaglega, lítilsvirðingu eða önnur ummæli sem eru undir velsæmismörkum okkar samfélags líðast um annars frábæra konu sem ætlar sér sigur í vor og forsætisráðherrasæti. Auðvitað gera margir allt til þess að henni takist það alls ekki!


Kvenlæg gildi.

Ég varð uppnumin af því að lesa pistil Kristínar Ástgeirsdóttur á Trúnó í morgun.  Þar lýsir Kristín þeim veruleika sem við hugsanlega byggjum við ef konur hefðu komist til valda 1982.

Skemmtileg sýn og segir um margt um áherslur kvenna. Hvernig konur hugsa og hvað þær setja í forgang er einmitt svo oft ólíkt þeim karlaheimi sem við búum við í dag. Þess vegna verða fleiri konur að komast til valda og hafa áhrif til þess að vega upp á móti karlaveldinu.

Konur verða að ná því marki að kvenlæg gildi nái að skína jafnskært og karllæg gildi. Það verður að fara að vera þannig að samfélagsumræðan snúist jafn mikið um fjölskyldumál og gróðastarfsemi. Í raun finnst mér það mjög sérstakt hvað við leggjum lítið upp úr því að upphefja fjölskylduna og allt það mikilvæga sem gerir okkur að betri manneskjum.

Sálin er einhvern vegin týnd og tröllum gefin. Slíkt ástand getur ekki varað lengi. Enda hvað sjáum við ekki gerast, börnum með hegðunarvandamál er bara að fjölga. Alvarleg tilfelli um unglinga sem virðast afskiptir við tölvuna sína eru mál sem eru komin upp á borð. Hér erum við með dæmi sem er bara brot af því sem er að gerast í samfélaginu - toppinn af ísjakanum. Við vitum það sem vinnum með börnum að ýmis mál koma upp sem má tengja beint við þá staðreynd að foreldrar hafa lítin sem engan tíma fyrir börnin sín vegna þess að samfélagið okkar gengur út frá vinnumarkaðinum en ekki fjölskyldunni þeim einstaklingum sem eru forsendur vinnumarkaðarins. Því hlýtur eitthvað að gefa sig og beinast liggur við að það séu viðkvæmu sálirnar okkar börn og unglingar sem þurfa meira!


Nýjar áherslur takk!

Ég varð frekar spæld eftir að hafa hlustað á leiðara Egils í Silfrinu hans í dag þar sem hann fjallaði um stöðu íslenskra barna út frá niðurstöðum rannsóknar sem inniheldur niðurstöður rannsókna víða í heiminum á stöðu barna almennt. Ég var alveg fullviss um að strákurinn myndi fylgja pistlinum eftir með umræðunum í þættinum en svo var nú ekki.

En ég vil sjá að fjölmiðlar hefji umfjöllun um stöðu barna á Íslandi eins ítarlega og þeir hafa verið að gera um ýmis frekar dapurleg málefni undanfarið. Það er kominn tími til að við förum að huga að kynslóðinni sem tekur við, kynslóðinni sem er að alast upp í því samfélagi sem við erum að skapa dag frá degi. Hvernig erum við að búa að þessari kynslóð erum við að standa okkur í að veita þeim þá grundvallar þætti sem þarf til þess að kynslóðin dafni og geti tekist á við verkefni morgundagsins?

Ég efast um það - það er mín tilfinning að þar sé íslenskt samfélag að renna á bossan með að standa undir ábyrgð.

Ég trúi því reyndar að í vor komi sá tími þegar núverandi stjórnvöld fara frá völdum og Ingibjörg Sólrún og liðið hennar tekur við að þá verði kippt í spottann og málefni næstu kynslóðar sett á oddinn. Betri menntun er algjört frumskilyrði í þessu sambandi, við verðum að halda uppi nýbreytni og framþróun í skólamálum til þess að standast kröfur nútímans.

Skýr fjölskyldustefna ríkisvaldsins þar sem markmiðið er sett á að vinnumarkaðurinn gangi út frá fjölskyldunni en ekki eins og nú er að fjölskyldan gangi út frá vinnumarkaðinum því slíkt fyrirkomulag getur aldrei leitt til góðs.

Það þarf að fara að snúa blaðinu við og vinna að ennbetra samfélagi með velferð einstaklingsins að leiðarljósi en ekki eingöngu gróðasjónarmiðið!


Áfram stelpur...

Í útvarpinu var verið að ræða við Margréti Sverrisdóttur og vakti það athygli mína sérstaklega vegna þeirrar áherslu sem hún er að vinna út frá sem pólitíkus. Margrét er ein af þessum þrusukonum að mínu mati. Kona sem þorir, vill og getur - kona sem er svo hressandi að hlusta á. Hún hefur þennan kraft og orku sem oft þarf til þess að koma fleirum af stað.

Ég set Margréti á sama stall og Ingibjörgu Sólrúnu þær eru konurnar sem ég lít til og bíð spennt eftir því að þær láti heyra í sér hvar og hvenær sem er... Margrét upplýsti mig alla vega í þessu viðtali að hún leggur áherslu á að pólitískar breytingar verði með meiri þátttöku kvenna.

Ég er svo sammála þessu - ég held nefnilega að með því að við konur förum að láta meira í okkur heyra þá verður breyting. Pólitískum slagsmálunum linnir og málefnaumræðan fer að ráða ríkjum. Alveg eins og ég hef verið að nefna með kynjaskiptu skólastarfi drengirnir þurfa að læra auðmýktina og stúlkurnar að læra að taka sér plássið - en sem betur fer hefur nokkrum konum tekist það og þær eru mínar fyrirmyndir!


Vorið er í uppsiglingu...

Ég var að glugga í Krónikuna í morgun - ágætis vikublað, eftir að hafa rent í gegnum blaðið fann ég að það var eitthvað óvenjulegra en venjulega þegar ég hef verið að glugga í blöðin. Eftir smá umhugsun gerði ég mér grein fyrir því hvað það var - já það var umfjöllunin þ.e. hvernig fjallað er um fólk og málefni almennt.

Það allra merkilegasta var þó að það var töluverð umfjöllun um hina einstöku konu Ingibjörgu Sólrúnu - kvenskörunginn okkar sem allt getur, sem þorir og gefst ekki upp. Jæja það sem var hvað merkilegast við umfjöllunina var að hún var ekki niðrandi um hennar persónu eða hennar málstað, það var ekki veirð að traðka á henni á skítugum skónum eða reyna að gera hana að ótrúverðuga pólitíkusnum sem virðist viðloða alla umfjöllun sem tekin er upp um hana, það sem hún segir eða gerir - afar merkileg útreið sem þessi frábæri snillingur verður fyrir í tíma og ótíma.

Í Króniku var bæði fjallað um framtíðar leiðtogann okkar Íslendinga og birt stutt viðtal við konuna. Skemmtileg pæling um ummæli hennar sem virðast koma öllum mótspilurum alla vegana úr jafnvægi. Pælingar um hversu djúp hún væri þegar hún segði afar einfalda hluti sem sagt umfjöllun á jákvæðu nótunum og skemmtileg en samt sem áður umfjöllun sem ég hef aldrei séð um karlskörung. Það er á mörgum vígstöðum þar sem kynjahlutskiptið virðist vega þungt - pælið í því. En það breytir ekki því að Ingibjörg Sólrún er á leið inn í vorið sterkari en nokkru sinni fyrr.

 Hvetjum okkar konu áfram og látum ekki óáreitt umfjöllun um okkar mesta snilling á pólitíska sviðinu!


Misnotum móður náttúru.....

Klámiðnaðurinn teygir sig til allra átta. Er ekki merkilegt að menn í hótelrekstri kjósi að hýsa stóran hóp af klámhundum og þjónusta. Er ekki full langt gengið á rétt okkar hinna þegar einstaklingar eru tilbúnir að setja merkimiða klámsins á náttúru landsins. Hvernig er það annars þurfa aðstandendur kvikmynda eða vefefnis ekki leyfi landeigenda til að fá að nýta sér náttúruna í slíkum tökum almennt? Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að bregðast við þessari uppákomu?? Kannsi jafn kröftuglega og þegar hópur Falon Gong mættu til landisins til að stunda friðsamleg mótmæli?? Það væri gaman að sjá. Eða er mönnum nokk sama hvort klámiðnaðurinn hertekur landið og þjóð - því við skulum bara átta okkur á því að klámhundahópur sem þessi kemur til með að hafa áhrif á þann klámiðnað sem fyrir er - engin spurning. Við hljótum að geta gert eitthvað til að spyrna við slíkum órþifnaði og ofbeldi.


mbl.is Klámþing verður haldið hér á landi í næsta mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stækkun álvers nei takk!

Gott að heyra að kosning hefst í dag um fyrirhugaða stækkun álvers í Hafnarfirði. Ég sem íbúi í Hafnarfirði þykir þó miður að hafa ekki fengið fram skýra afstöðu bæjaryfirvalda um málið. Sjálfri finnst mér frat að kjósa um mál undir fölsku flaggi. Einhvern veginn finnst mér eins og ég hafi ótrúlega lítið um málið að segja í raun. Erum við ekki bara að tala um viðhorf íbúanna en ekki vald? Hvað gera menn svo??? Segjum að meirihluti íbúa segi nei takk. Einhvers staðar heyrði ég því fleygt að 80-90% ákvarðana væru þegar teknar um stækkun álvers... Eins heyrði ég því fleygt að því fylgdi óheyrilegur kostnaður fyrir sveitarfélagið ef það segði nei takk... svo mikill kostnaður að bæjarfélagði færi jafnvel á hausinn - það hýtur að vera verri kostur heldur en að fá slatta af milljónum í vasann fyrir að segja já takk - ekki satt?  Hvað haldið þið um málið?? Ég er því miður skeftísk á málið en reyni í hjarta mínu að trúa og treysta mínu fólki.
mbl.is Utankjörfundaatkvæðagreiðsla vegna stækkunar álvers hefst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinna kennarar ekki vinnuna sína???

Ég spyr bara... í morgunþætti Bylgjunnar í morgun var verið að ræða við þá ágætis herramenn Mörð og Pétur - skemmtilegir kallar að hlusta á...en ég var alveg að tapa mér við hlustunina þegar Pétur fór um málið eins og köttur í kringum heitan graut. Hann langaði svo að segja að kennarar gætu vel við unað með allt sitt frí og stuttan vinnutíma. Við hverju er að búast þegar menn leyfa sér slíkt tal? Það er þannig að kennarar vinna vinnuna sína og vinnutíminn þeirra er ekki styttri en almenn 40 stunda vinnuvika. Kennarar vinna lengir vinnuviku sem síðan er vegið upp með lengra páskaleyfi og jólaleyfi. Hvernig stendur á því að fólk skilur þetta ekki? Það væri gaman að heyra hvernig fólk almennt sér fyrir sér vinnu kennara. Sér fólk kennara fyrir sér sitjandi við kennaraborð mænandi út um gluggan á meðan börn vinna í bækurnar sínar? Og svo þegar bjallan hringir þá lufsist kennarinn inn á kaffistofu og hangi yfir kaffibollannum sínum?? Hvaða ímind er í gangi??? Ég get alveg lýst því yfir hér og nú að þannig er starf kennarans ekki! Kensla krefst þess að kennari sé með athygli sína á börnum stöðugt, sé til staðar til að mæta þörfum hvers barns fyrir sig og trúið mér eftir því sem barnahópurin er stærri því meira álag... Kennarinn er fagaðilinn sem á alltaf að geta leitt viðkomandi einstakling lengra í þekkingarleit sinni og hæfni til að leysa verkefni við hæfi, þannig að hver einstaklingur njóti þess að stunda nám og að sjálfsögðu á metnaðurin að kristallast í því að börnum finnst gaman og eftirsóknarvert að læra og þroskast á sinn braut! En gleymum því samt ekki að eins og einn snjall skólamaður sagði - upplifun barnsins skiptir hér öllu máli og ef barn er alltaf að æfa sig í því sem það er ekki gótt í þá að sjálfsögðu fer því að leiðast og finnast óspennandi að vera í skóla. Ekki erum við fullorðna fólkið stöðugt að æfa okkur í því sem við kunnum illa eða höfum takmarkaða færni í. Auðvitað reynum við að öðlast frekari færni í þeim þáttum en reynum við ekki öll að gera það í gegnum það sem við getum betur??  Skólinn á að vera skapadi og orkumikil stofnun þar sem allir eru að gera sitt allrabesta hverju sinni, kennarar og börn!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband