Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Afhommaðu mig!

Ég verð að eyða orðum í þessa vit - lausu umræðu sem skýtur upp kollinum alltaf af og til sama hvað mikið er rætt og frætt um kynhneigðina samkynhneigð. Í fyrsta lagi þá er mér það algjörlega ómögulegt að skilja hvers vegna ábyrgir fjölmiðlar hleypa umræðunni í loftið. Hefur siðgæðisþröskuldurinn ekkert þroskast. Í mínum huga er verið að lítilsvirða tilfinningar fjölda fólks og ekki bara þeirra sem eru lesbíur og hommar heldur ekki síður fjölskyldur þeirra. Aldrei er hugsað út í alla þá sem að málinu koma, öll börnin sem horfa upp á slíka umræðu um sína nánustu. Hvenær myndi fjölmiðlafólki detta í hug að birta langt og mikið viðtal við náunga sem hefði trú á að ákveðin tegund af sápu aflitaði litað fólk??? Í alvörunni málið er af sama meiði - og mér finnst tímabært að ábyrgir fjölmiðlar og hvað þá Ríkisfjölmiðillinn sjálfur taki sig taki og hafi í huga hvað það er sem verið er að upplýsa fólk um í raun og veru. Enn og aftur kynhneigð snýst um tilfinningar og það er val hvers og eins hvort hann gengst við sínum tilfinningum og merkilegt nokk sama hvort viðkomandi er samkynhneigður, gagnkynhneigður eða tvíkynhneigður og hana nú!

Launabarátta grunnskólakennara.

Enn og aftur komast grunnskólakennarar í fréttir fyrir langvarandi strögl við viðsemjendur sína í launabaráttunni endalausu. Ég er orðin afar þreytt á þessu skilningsleysi umboðsmanna sveitafélaganna. Hvað er málið? Ég veit ekki betur en hvert sveitarfélagði á fætur öðru státi sig af því grunnskólastarfi sem á sér stað í bæjarfélaginu hverju sinni. Það er eins og allir séu sammála um að það sé mikilvæg "auðlind" hvers sveitarfélags...En skrýtið að það fari ekki saman að vera með skóla sem bíður upp á gott og metnaðarfullt skólastarf sem að sjálfsögðu er einungis unnið af kenslukonum og kenslukörlum ekki satt??? Og það að stéttinni séu borguð mannsæmandi laun, að forsvarsmenn þessara sömu sveitafélaga líti þrátt fyrir allt einhvern veginn niður til stéttarinnar og traðki á henni sem einhverju hyski sem betur geti haldið sig heima en að vera með þetta röfl. Getur verið að viðhorf viðsemjandana einkennist af gömlu klysjunni að kennarastéttin sé samansett af mökum fyrirvinnunar??? Og ef svo er þá er auðvitað auðskilið hvers vegna ekkert þokast áfram - menn ætla sér að halda stéttinni niðri og lítilsvirða hana í einu orði en tala um SKÓLANN sem "auðlindina" sína í öðru orði og halda í alvörunni að fólk sjái ekki í gegnum þvæluna. En ég get líka lagt mitt að mörkum - bjóðum fleiri skólum að starfa sjálfstætt og sjáum svo hvað gerist :-)

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband