Áfram stelpur...

Í útvarpinu var verið að ræða við Margréti Sverrisdóttur og vakti það athygli mína sérstaklega vegna þeirrar áherslu sem hún er að vinna út frá sem pólitíkus. Margrét er ein af þessum þrusukonum að mínu mati. Kona sem þorir, vill og getur - kona sem er svo hressandi að hlusta á. Hún hefur þennan kraft og orku sem oft þarf til þess að koma fleirum af stað.

Ég set Margréti á sama stall og Ingibjörgu Sólrúnu þær eru konurnar sem ég lít til og bíð spennt eftir því að þær láti heyra í sér hvar og hvenær sem er... Margrét upplýsti mig alla vega í þessu viðtali að hún leggur áherslu á að pólitískar breytingar verði með meiri þátttöku kvenna.

Ég er svo sammála þessu - ég held nefnilega að með því að við konur förum að láta meira í okkur heyra þá verður breyting. Pólitískum slagsmálunum linnir og málefnaumræðan fer að ráða ríkjum. Alveg eins og ég hef verið að nefna með kynjaskiptu skólastarfi drengirnir þurfa að læra auðmýktina og stúlkurnar að læra að taka sér plássið - en sem betur fer hefur nokkrum konum tekist það og þær eru mínar fyrirmyndir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband