Í hverju liggur vandinn?

Mikið væri nú ánægjulegt að sjá viðsemjendur koma til móts við kröfur kennara. Það verða mörg vandamál upp á borði næsta haust ef ekki tekst að leysa hnútinn. Kennara munu hverfa af vettvangi engin spurning.

Kennarmenntunin er nefnileg fjandi góð til margra annarra hluta en kennslu. Stéttin mun væntanlega eldast enn meir - þar sem unga fólkið sem nýverið hefur verið að sækja í það að vinna við kennslu mun að sjálfsögðu finna sér eitthvað betur launað starf á því er enginn vafi.

Ég trúi því ekki að samninganefnd sveitarfélaganna muni láta það gerast, skaðinn verður erfiður að eiga við ef slíkt kemur til. Við þurfum engin verkföll það er af sem áður var, ungt fólk er óhrætt við að leita á önnur mið og öðlast aðra reynslu af atvinnulífinu. Menn verða að fara að horfast í augu við þá staðreynd.

Þetta er orðið gott - kennarar láta ekki bjóða sér framkomu sem þessa.


mbl.is Lýsa áhyggjum af launadeilu kennara og sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sara Dögg

Takk fyrir þetta kæra Kolbrún. Mér finnst þú heppin að hafa þann möguleika að geta beðið um launahækkun ef þér finnst þú ekki vera metin eftir hæfni og afköstum. Það er ekki í boði fyrir grunnskólakennara almennt. Ég get ímyndað mér að ástæðan fyrir því að þú hafir ekki fengið kennslustarf við hæfi hafi einmitt verið sú fjölgun ungra kennar á vettvang. En þú munt örugglega eiga kost á mörgum stöðum í haust ef ekkert þokast í samningsmálum.

Sara Dögg, 20.2.2007 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband