Jóhanna er krafturinn!

Landsfundi lokið og eftir situr ótrúleg tilfinning þess eðlis að nú gerist það. Samfylkingin er að fara inn í tíma þar sem aðstæður þarfnast fólksins sem þar er á bak við. Jafnaðarmennska er það tæki sem þarf að brýna og nýta á næstu misserum. Það er fólkið í landinu sem bíður eftir aðgerðum og nýrri sýn stjórnvalda á samfélagið í heild sinni. Sýn sem gefur von, vilja, þor og kjark til þess að hefja nýja tíma með bjartsýni í brjósti og gleði. Það munum við gera á næstu misserum. Okkar hlutverk er að fá fólkið með okkur, fá það til þess að trúa og treysta þeim sem í stafninu standa. Með Jóhönnu fremsta í flokki, fyrirmyndinni okkar allra munum við finna farsæla leið upp á við.

Jóhanna tók þetta með trompi og af mikilli sannfæringu stappaði hún í okkur eldmóði sínum og dugnaði. Þvílík kona og þvílkur andi.

Ég hlakka mikið til þeirrar vinnu sem framundan er - því nú er verk að vinna!


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Komdu sæl,ég er nú ekki eins kátur  með landsfund eins og þú.Ég er aðeins til umræðu um eitt í næstu kosningum,og það er verðtryggingu burt og nýjan gjaldmiðil.

Hvort heldur með inngöngu eða eftir öðrum leiðum,eftir stendur að VG vill ekki inn í ESB né heldur Íhaldið,þá standa eftir Samfylking og Framsókn og mér teljandi duga atkvæði ekki fyrir meiri hluta XS og XB.Og þar af leiðandi næ ég sennilega hvorugu af mínum málum fram og verð að henda mínu atkvæði bara beint í ruslið.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 30.3.2009 kl. 10:59

2 Smámynd: Sara Dögg

Takk fyrir þetta Úlfar Þór. Eigum við ekki að treysta því að við komum alla vega esb viðræðunum af stað? Það er fyrsta skrefið.

Sara Dögg, 30.3.2009 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband