Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Jahá!

Eru sjálfstæðismenn að ýta á að sveitarfélögin taki við framhaldsskólunum?? Ég er afar hissa satt best að segja. Hvar endum við með menntun barna og unglinga þegar sveitarfélögin verða komin með slíka viðbót þegar þau ráða alls ekki við að halda uppi launum grunnskólakennara?

Það væri forvitnilegt að vita hverjir hefðu rétt á inngöngu í reykvíska framhaldsskólann. Er hugmyndin að setja saman fjölmenningarlegan framhaldsskóla þar sem allir af erlendu bergi brotnu safnast saman?? Eða hvað er málið?? Ég sé bara enga glóru í málinu....


mbl.is Tillaga um að Reykjavík taki við rekstri eins framhaldsskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumalandið tær snilld.

Ég var boðin á Draumlandið í Hafnarfjarðarleikhúsinu á fimmtudaginn. Ég stóðst ekki mátið enda mjög spennt að sjá hvernig tækist til. Bókin hélt mér alla leið enda svo tær framsetning og skýr. Uppsetningin í leihúsinu er góð að mínu mati.

Skemmtilegar pælingar um hvað sé raunverulegt í raun og veru. Ég mæli með því að allir sem hafa gaman af því að fara í leikhús skelli sér á þessa sýningu. Flott sýning með mikilli ádeilu nefnilega bæði með og á  móti álverum almennt - þannig að hún ætti auðveldlega að höfða til allra.

 


Vestfirðingar allir?

Er ekki mál til komið að beina spjótunum einmitt að öllum þeim sem þó enn búa á Vestfjörðum?

Sjálf kem ég frá litlu þorpi sem tilheyrir Vestfjörðum þar var þegar ég var að alast upp; Kaupfélag, Bréfhirðing (pósthús), sjoppa í nágrenninu, 2 videoleigur sundlaug opin á kvöldin yfir vetrartímann, símstöð og banki.

Í dag 20 árum síðar í okkar líka þessu mikla velmegunarsamfélagi þá er staðan þannig í þessu litla bæjarfélagi hvað þjónustu varðar: verslun sem samanstendur af bensínstöð og sjoppu afar lítil kitra sem vart þekkist annarsstaðar í byggð sem þessari, engin bréfhirðing (pósthús), sundlaug sem er opin nokkur kvöld í viku og svo yfir sumarið, engin videoleiga, sjoppan og kaupfélagið er dáið, engin símstöð en enn sem komið er höfum við banka þó fyrir utan byggðan kjarna en litla þyrpingin fær bankann á staðinn 1 x viku.

Atvinnutækifærin í þessu litla og fámenna byggðarlagi eru helst; landbúnaður (en slíkt gengur ungt fólk ekki inn í fyrirhafnarlaust), þörungarverksmiðja, grunnskóli sem telur undir 40 börnum, leikskóli, dvalarheimili þar sem búa ca 15 einstaklingar, sjoppuverslun með 1 starfsmanni og síðan þau störf sem tilheyra hreppnum. 

Ekkert Marel hefur lagt upp laupana en öll þjónusta við þetta samfélag hefur þróast í öfuga átt, margt vegna einkavæðingarinnar - ekki sá pósturinn ástæðu til þess að halda úti almennilegri þjónustu við íbúana það var að sjálfsögðu allt of dýrt dæmi. En störfum fækkar og fólksfækkunin er veruleikinn. 

Unga fólkið sem ég ólst upp með hefur flutt og býr annars staðar fyrir utan 3-4 sem hafa náð að koma sér fyrir í þessum kjarna.

Getum við eitthvað gert? 


mbl.is Kallað eftir aðgerðum vegna Vestfjarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álverið og trúverðugleikinn.

Hvað er það sem gerir fólk trúverðugt í umfjöllun sinni? Ég var að horfa á Kompásþáttinn þar sem umfjöllunin var fyrirhuguð stækkun álversins í Hafnarfirði. Þar komu fram málsvarar stækkunar sem og málsvarar þeirra sem á móti eru. Eftir þáttinn var ég mest hissa á því hvað mér fannst málsvarar stækkunarinnar ósannfærandi. Mér fannst þeir hika í svörum sínum og ekki nógu einbeittur vilji eða einhvern veginn eins og það leyndist einhver vafi á bak við orð þeirra. Það kom alla vegana frekar ótrúverðugt út í stofunni heima. Málsvarar þeirra sem á móti eru töluðu að mér fannst opinskátt um staðreyndir málsins og þar liggur væntanlega hundurinn grafinn. Staðreyndin er að um mengun verður að ræða en menn deila um hvenær mengun er mengun og hvenær mengun er ekki mengun. Merkilegast fannst mér svar mannsins sem spurður var að því hvort hann gæti hugsað sér að búa í nágrenni við álverið. Sá svaraði því þannig til að það væri allt í lagi að vinna í álverinu en að búa við það væri eitthvað sem hann myndi aldrei gera.

Ég segi ennþá nei takk við stækkun álvers. 


Mogginn í dag...

Það er eitt og annað athyglisvert í Mogganum í dag. Tvennt er þar sem snýr að grunnskólastarfi sem mér þótti afar eftirtektarvert. Á einum stað lýsir Unnur Stefánsdóttir áhuga sínum og Framsóknarmanna að gera 5 ára börn skólaskyld inni á leikskólunum og á öðrum stað greinir frá þeirri þróun sem orðið hefur til fljótandi skólaskila á milli grunn- og framhaldsskóla.

Í fyrsta lagi þá er ég nokkuð sammála Unni með grunnnám 5 ára barnanna og algjörlega á þeim forsendum að þau séu innan leikskólanna og starfið unnið af leikskólakennurum. Það hefur sýnt sig  að það formlega nám sem fram fer hjá 5 ára börnum skilar afar góðri undirstöðu fyrir það nám sem fer fram hjá 6 ára börnum. Allt er þetta þó bundið við hvaða áherslur eiga að vera á þeim leiðum sem farnar eru. Það skilar miklum árangri t.d. að undirbúa 5 ára gömul börn með grunnfærni í læsi sem og færni í að beita stærðfræði í leik og starfi. Enskukennsla skilar einnig afar merkilegum árangri hjá svo ungum börnum. En 5 ára gömlum börnum er ýmislegt til lista lagt á því er enginn vafi.

Fljótandi skil milli grunn- og framhaldsskóla er annað mál, sem er afar áhugavert að skoða nánar. Það verður spennandi að sjá hvernig tekst til með þá tilraun MR og VÍ ætla að bjóða upp á. Í þeim tilfellum skilst mér að ekki verði gerð krafa um samræmd próf til inntöku nema þá annars vegar í íslensku hjá MR og hins vegar í íslensku og stærðfræði hjá VÍ. Ég velti fyrir mér hvers vegna þessi ungmenni verða undanskilin samræmdum prófum en ekki þau sem fara á sínum hraða? Ég var satt best að segja að vona að með þessu værum við loksins komin niður á þá niðurstöðu að samræmd próf væru ekki málið yfirleitt - en það er kannski næsta skref í þróun fljótandi skila á milli grunn- og framhaldsskóla. Annað væri hrópandi misrétti að mínu mati.


Mikið hafa tímarnir breyst...

Ég er í samtökunum 78 er fyrirsögn greinahöfundar í Mogganum í dag. Konan sem skrifar er þó ekki lesbía eins og margir hafa sjálfsagt haldið við upphaf lestursins.

Það fyllir mig stolti þegar litlu skrefin eru tekin, skref eins og þetta þar sem stolt móðir stígur fram fyrir hönd dóttur sinnar og baráttunnar um mannréttindi til handa samkynhneigðum. Konan rifjar upp upplifun sína þ.e. ríkjandi viðhorf samfélagsins fyrir um 25 árum síðan og er því afar fegin að dóttir hennar sé unglingur í dag en ekki þá. Slík skref gefa öðrum von sem standa ekki í sömu sporum og dóttir þessarar ágætu konu. Við höfum enn þá ungmenni sem kljást við fordóma heima fyrir og þau og ekki síst foreldrar þeirra þurfa á aðstoð okkar að halda.

Viðhorfin hafa svo sannarlega breyst og mörg ungmenni eiga auðveldara með að gera foreldrum sínum grein fyrir sínum innstu tilfinningum. Það skiptir máli að við sem málið þekkjum látum heyra frá okkur. Gefum samfélaginu smá hugmynd um líf og veruleika lesbía og homma. Látum það fréttast að í okkar hópi séu að verða til fleiri og fleiri fjölskyldur, þar sem t.d. lesbíur fara út í barneignir sjálfar með aðstoð tækninnar. Látum það líka berast að pör í staðfestri samvist taka að sér börn í varanlegt fóstur. En tölum líka um þá staðreynd að samkynhneigðum er það illmögulegt að komast í hóp þeirra foreldra sem eiga ættleidd börn - sú barátta stendur enn.

Ég mæli með þættinum Fyrstu skrefin annað kvöld á Skjá einum. Þar verður fjallað um fjölskyldulíf lesbía....  


Hrútalyktina burt!

Hafið þið velt því fyrir ykkur hvernig hrútalyktin birtist manni? Fyrir mér verður hún alltaf enn sterkari í hvert sinn sem hún birtist mér. Ég er orðin ansi nösk á að þefa hana uppi enda ekki flókið þar sem hún umlykur allt samfélagið. 

Ég mæli með því að allir konur og karlar reyni mjög meðvitað að fylgjast með þáttum, skrifum og allri umræðu og rýni í dæmið út frá kynjahlutskiptinu. Hversu oft er talað við konur og hversu oft er talað við karla. Man einhver eftir þætti t.d. Silfri Egils þar sem við borðið situr einn karl en jafnvel fjórar konur? Ég minnist þess ekki. En ég fann ótrúlega mikla hrútalykt t.d. þegar ég horfði á Silfrið síðasta sunnudag, þar sat Steinunn Valdís ein við borðið ásamt nokkrum körlum.

En það er allt að gerst - okkur er að takast að lofta út...Það er svo skemmtilegt að fylgjast með umræðunni þessa dagana. Pólitíkin er farin að snúast um jafnrétti kynjanna, flokkarnir eru farnir að berjast um fyrirmyndarímyndina. Vinstri Grænum gengur afar vel. Steingrímur en umvafinn efnilegum konum eftir flokksþingið og er það vel. Samfylkingin átti frábæran fund á laugardaginn þar sem eitthvað á milli 200 og 300 konur komu saman til að efla sig í baráttunni og stilla saman strengi sína. Ég bara get orðið ekki beðið til vors - hlakka svo til kosninganna draumurinn fer að rætast - Ingibjörg Sólrún tekur völdin í sínar hendur með skynsömu fólki.


En eigiði ekki allar börn???

Þessa spurningu bar Jón nokkur Ólafsson (Jón góði) upp við Erlu nokkra söngkonu í Dúkkkulísunum í þættinum sínum núna á laugardagskvöldið. Spurningin stakk mig fyrir margra hluta sakir.

Ég velti því fyrir mér hvað það er sem fær spyril eins og Jón til að spyrja sérstaklega kvenpoppara og rokkara um barnaskarann sem þeim fylgir? Hvers vegna ætti það augljóslega að vera kvenrokkurum erfiðara að vera í "bransanum" ef þær eiga börn? Af hverju er það þá ekki augljóslega erfiðara fyrir alla strákana í "bransanum" að koma sér áfram þrátt fyrir öll börnin sem þeir eiga???

Jón talaði reyndar um það í sama þætti að hann reyndi allt sem hann gæti til þess að grafa upp kvenrokkara eða poppara og kvennahljómsveitir til að hafa í þættinum en ekkert gengi - stelpurnar virtust ekki vera í "bransanum"...  Því Jón hafði nefnilega fengið ábendingar um að hann talaði við afar fáar stelpur sem kæmu nálægt "bransanum".

Kannski þarf ég ekki að vera að veita þessu sérstaka athygli og láta liggja eftir mig skriflegar vangaveltur um svo lítilfélegt mál - eða hvað?

Er ekki einmitt full þörf á því að við veitum orðræðunni athygli og fylgjum henni eftir, látum hana skipta okkur máli. Öðruvísi fáum við litlu breytt. Ég er alveg fullviss um að Jón góði horfir ekki á "bransann" sem meira fyrir stráka en stelpur en menningin segir okkur það og við erum menningin og getum haft áhrif á menninguna. Áfram stelpur!

 


Flestir kennarar á fimmtugsaldri!!!

Enn geta fréttir af kennurum vakið óskipta athygli mína og einstaka þörf til að rita um málið.

Hvað segja þær staðreyndir okkur að flestir kennarar í grunnskólum landsins eru á fimmtugsaldir? Hvað er það sem veldur því að ungir kennarar falast ekki eftir starfi eftir að hafa lokið námi? En fréttin greinir einnig frá því að aðeins um 11% kennara er undir þrítugu! Er þá nokkur furða á að lítið haggist í málum?

Ná sjónarmið ungra kennara fram að ganga í launabaráttunni? Það væri gaman að heyra hvað það er sem ungir kennara leggja áherslu á í launabaráttunni eru það sömu markmið og þeir sem eru á fimmtugsaldri? Skiptir kennsluafsláttur og mínútutalning unga grunnskólakennara einhverju máli?

Það sem ég horfi í þegar ég skoða kröfur mínar í starfi er að kjarasamningur sé einfaldaður, hann er of flókinn um það eru flestir sammála. Ég vil sjá almennileg grunnlaun sem miða við að kennarar kenni börnum ef við miðum við 40 stunda vinnuviku - kenni kennari 27 kennslustundir á viku (hver kennslustund er 40 mín.) og hafi fyrir þann tíma 30 mínútur í undirbúning fyrir hverja kennslustund. Aðrar vinnustundir falla undir önnur störf kennarans sem eru; kennarafundir, foreldrasamstarf, verkefna- og prófagerð, yfirferð, störf sem varða skólann í heild og önnur sérverkefni eftir því sem við á. 


mbl.is Grunnskólanemendum fækkaði milli ára en kennurum fjölgaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er kennarastéttin kvenlægari en gott þykir?

Bendi lesendum á að vippa sér inn á http://truno.blog.is. Þar velti ég þessari spurningu fyrir mér... 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband