Gleðitíðindi.

Það lá alltaf í loftinu að fylgið við Samfylkinguna myndi fara vaxandi - við erum að tala um stjórnmálamenn sem hafa að taka á málum í umræðunna og setja fram markvissa stefnu í hverjum málaflokkinnum á fætur öðrum. Fagmanleg vinna sem fleiri ættu að taka sér til fyrirmyndar. Ég er nefnilega eiginnlega viss um að fólk er hætt að heyra ekki þessa frasa og nennir ekki að hlusta á einfaldleikan heldur vill miklu frekar fá ígrundaða stefnuskrá sem segir hvað og hvernig eigi að gera hlutina. Þannig vinnur Samfylkingin og þess vegna er hún á uppleið - hún er skýr og framsækinn kostur! Vorið er að koma....
mbl.is Samfylkingin aftur fram úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Ég bendi á annað dæmi varðandi skoðanakannanir. Mér svelgdist aldeilis á kaffinu þegar ég sá könnun Capacent Gallup brotin niður á kjördæmi. Þar sem Samfylkingin að mælast með 14,4% fylgi. Við höfum í stórum könnunum verið að mælast með um eða yfir kjörfylgi, frá 20-25%.

 Ég kannaði forsendur. Það er 61 svör í Norðvesturkjördæmi 0,2% af kjörskrá, vikmörk Samfylkingarinnar í þessari könnun (í þessu kjördæmi) eru 13,7%. Flokkurinn er því með fylgi á bilinu 0,7-28,1%. Hvað er þetta að segja okkur? Nákvæmlega ekki neitt. Mér finnst algjört ábyrgðarleysi að birta svona tölur.

Eggert Hjelm Herbertsson, 4.5.2007 kl. 10:43

2 identicon

stjórnmálamenn sem taka á málunum? Þetta eru stjórnmálamenn sem t.d neita að taka afstöðu um stækkun álvers og mynda stefnuna sína um ýmis málefni eftir skoðanakönnunum.

Ígrunduð stefnuskrá um samræðustjórnmál, frelsi, jöfnuð og samábyrgð......ég veit ekki hvað þetta þýðir en þetta hljómar vel. Mætti bæta umburðarlyndi eða þolinmæði líka til að gera þetta flottara.

Kötturinn (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 11:46

3 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Hvernig í ósköpunum getur þú túlkað það sem "gleðifréttir" þegar ríkisstjórnin heldur vel velli og vinstriflokkarnir samanlagt fá einungis sama fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn? Skiptir það þig mestu máli að VG fái sem minnst fylgi, skítt með það að ríkistjórnin auki meirihluta sinn á þingi.

Annars verður maður að vona að Sjálfstæðisflokkurinn sé vel ofmetinn um 4-5% fylgi í þessari könnun. Tölurnar sem birtar voru nýlega úr Reykjavík Norður voru frábærar, vinstriflokkarnir með vel yfir 50% fylgi og exbé fjarri því að ná manni inn. Það var könnun sem vert var að fagna, ekki þessi lélega könnun sem voru slæmar fréttir fyrir vinstrimenn. Ég lít alltaf fyrst á sameiginlegt fylgi vinstrimanna, ekki hvort V eða S er prósentinu hærra en var í gær.

Guðmundur Auðunsson, 4.5.2007 kl. 12:52

4 Smámynd: Sara Dögg

Nei sammála þér þar. En ég geri bara ráð fyrir að Framsóknarfólk dragi sig til hlés með sitt litla fylgi - annað væri skandall.

Sara Dögg, 4.5.2007 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband