Niðurtalning 6 dagar..

Það er um margt að hugsa á slíkri stundu sem nú þegar einungis 6 dagar eru þar til staðreyndin blasir við og óvissunni verður eytt.

Ég vil sjá fólk kjósa um jafnrétti, jöfnuð og velferð. Við hljótum að vilja aðgerðir í þessum málaflokkum.

Við hljótum að vilja sjá aðrar niðurstöður meðal ungs fólks en þær að viðhorf þeirra til kvenna- og karlastarfa hafi færst aftur til fortíðar. Við verðum að fara að láta taka til hendinni innan skólakerfisins og mennta börn og unglinga. En ekki einungis tala um jafnrétti - þar er mikil gjá á milli.

Við hljótum að vilja sjá jafnari tækifæri fólks til menntunar og starfsframa. Þar sem einstaklingar óháð stöðu sinni geti sótt fram á veginn í starfi og mentun. Kjósum námsmannastyrki en ekki námslán. Kjósum menntastefnu sem gerir það áþreifanlegt fyrir ungt fólk að um jöfnuð er að ræða - kjósum fríar skólabækur á framhaldsskólastigi.

Við hljótum að vilja sjá alvlöru velferðakerfi þar sem fólk getur treyst því að heilbrigðikerfið virki sem skyldi. Að þjónustan við þá einstaklinga sem veikir eru sé tryggð á jafnréttisgrundvelli. Að einstaklingsmiðuð hjúkrunaþjónusta fái að blómstra - að eldri kynslóðin fái notið sín heima eins lengi vilja vill.

Við hljótum að vilja betri kost en þá ríkisstjórn sem nú ræður ríkjum. Þar má finna fallegt fólk en hugsjónir þeirra snúast ekki um velferð allra óháð efnahag...

Við hljótum að vilja Ingibjörgu Sólrúnu sem forsætiráðherra í vor - hún er kona frankvæmdana fyrir alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband