Fyrirmyndarþjónusta fyrir atvinnulausa!

Ég hef velt vöngum yfir því hvernig hafi verið brugðist við þeirri staðreynd að nú höfum við stóran hóp af fólki sem stendur uppi atvinnulaust eftir allt bullið. Ég hef ekki heyrt af mörgum góðum úrræðum en þó einu sem kom þó fyrr til vegna annarra ástæðna. Á suðurnesjum finnst mér hafa tekist vel til. Þar er miðstöð atvinnulausra starfandi og boðið upp á ýmislegt uppbyggilegt fyrir fólk sem stendur frammi fyrir því að hafa að fáu að stefna dag hvern.

Frítt í ýmsa þjónustu fyrir hádegi er góð lausn og uppbyggileg. Að gefa atvinnulausu fólki tækifærið til að hitta annað fólk, styrkja sig félagslega, andlega sem líkamlega - gæti ekki verið einfaldara og hagkvæmara. Almenningsstaðirnir eins og sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og bókasöfn ættu að taka fagnandi við fólkinu okkar alls staðar, slíkt væri átaksverkefni sem allir gætu verið stoltir af.

Lífskraftinn þarf að efla í slíkri stöðu það skal ekki vanmeta. Andleg og likamleg styrking er það sem samfélagið verður að standa saman um svo brýnt er það nú. Andleg og líkamleg heilsa fólks er lykilatriði að auðugri uppbyggingu þar sem kraftur og hugmyndir er virkjað upp á nýtt. Þannig fara hjólin að snúast á ný. Slíka þjónustu vil ég sjá sem víðast um landið, svara kallinu strax með einföldum en afar góðum og árangursríkum lausnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband