Nýir starfshættir.

Ég er alveg fullviss um það ef þingheimur tæki höndum saman og setti sér þær virðulegu reglur að fara aldrei niður á plan skítkastanna að þá miðaði málum almennt betur. Ég er á því að málalengingar um ekki neitt taki Alþing svolítið niður og geri lítið úr því mikilvæga starfi sem þar fer fram.

Í starfsmannareglum vinnustaðarins sem ég vinn á er skýrt kveðið á um það t.d. að allri umræðu skuli haldið á jákvæðum nótum, óþarfa tuð og röfl er ekki í boði. Það er í boði að tala málefnalega og lausnamiðað þ.e. ef eitthvað er ekki eins og þú vilt að það sé þá gerir þú eitthvað í því og hefur áhrif á umhverfið þitt með tillögum að lausnum eða hreinskiptnum ábendingum. Ótrúlega einfalt en samt oft ekki svo einfalt í framkvæmd en gott að hafa til að minna sig á og til æfinga í faglegum samskiptum hvar og hvenær sem er.

Ég vil sjá nútímalegri vinnubrögð viðhöf á Alþingi þar sem kappið um skítkastið er ekki til staðar heldur keppist fólk við með gagnrýnum og öguðum hætti að skapa betra samfélag. Ólík sjónarmið og ólíkar nálganir hafa nefnilega ekkert með skítkast að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband