Betri tíð.

Ég bind miklar vonir við félagshyggjustjórn næstu misserin. Það er krafa fólksins að nú verði blaðinu snúið við og efst verði þar á lista velferð fólksins. Í stað velferðar gróðamaskínunnar.

Við þurfum að ná fram stöðuleika í líf fólks. Það verður ekki við það setið að hér verði stærri hópur en nokkru sinni fyrr atvinnulaus í landi sem allt hafði til alls. Uppbyggingin verður að snú að þessum hópi fólks því þar er mannauður sem ekki má tærast upp og verða að engu. Mannauður sem hingað til hefur átt stóran þátt í uppbyggingu af ýmsum toga, hefur menntun og færni til þátttöku í atvinnustarfsemi af fjölbreytilegum toga.

Verkefni stjórnvalda verður að sjá til þess að þetta fólk nái sér á strik og þeirra fjölskyldur komist í samt jafnvægi. Grunnstoðir samfélagsins verða að standa styrkum fótum og og spyrna á móti. Það verður að hafa gætur á og forgangsraða rétt í aðhaldsaðgerðum. Höldum uppi grunnþjónustunni okkar og styrkjum hana. Skerum ekki niður gæði í skólastarfi eða heilsugæslu, það mun einungis hafa enn meiri kostnað í för með sér. Við verðum að hugsa til lengri tíma, skammtímasparnaður er hættulegur samfélagi sem er í molum.

Stoppum óráðsíuna og höldum að okkur höndum en stöndum vörð um mikilvæga þjónustu sem snertir fjölskyldurnar í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mæl þú kvenna heilust . Alveg er ég hjartanlega sammála þér. Við verðum að leggjast á árarnar og tryggja með öllum ráðum að fylgi VG og Samfylkingar verði nægilegt til að mynda stjórn saman.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2009 kl. 16:21

2 Smámynd: Sara Dögg

Takk fyrir þetta - gerum okkar besta :-)

Sara Dögg, 23.2.2009 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband