En hvað gerðu stelpurnar???

Varð að gera athugasemd við þessa frétt... Er þetta ekki einmitt tilfellið að svo rótgróið í menningu okkar að uppákoma sem þessi sem er að mínu mati afar skemmtileg skuli eingöngu eiga við drengi en ekki stúlkur? Það væri nú gaman að sjá forvsarsmenn skólans á Höfn eða nemenndaráðsins taka af skarið eða bara stúlkur út um allt land taka af skarið og ögra sjalfum sér með því t.d. að hlaupa berleggjaðar hringin í kringum skólann sinn. Það er alla vega ein af kjarkæfingum sem við stundum í mínum skóla!
mbl.is Hreystimenni á Höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski stúlkurnar hafi bara ekki kært sig um að hlaupa um, berar að ofan og í stuttbuxum í þessum skítakulda.. - Þær hafa bara haft vit á að gera ekki svona vitleysu! :>

En annars veit ég lítið um þessa hefð þar sem ég bý ekki á Höfn, en ef stelpur hafa nú svo tekið þátt í þessu, þá vantar allavega eitthvað í þessa frétt.

Guðlaugur Ellert (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:26

2 identicon

Þetta var sko bóndadagurinn. Sjáum til hvað stúlkurnar gera á konudaginn. Allt hefur sinn tíma.

TH (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:40

3 identicon

Á núna að fara að klína stelpum inn í gjörðir karla á BÓNDAdaginn? Eigum við þá ekki bara að kalla þetta kynjadaginn...nei hættu nú alveg. Leyfum blessuðum "bóndunum" að fá að njóta sín aðeins án þess að verið sé að gera kvenlegar athugasemdir við það.

Lúlli (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 11:12

4 identicon

Ég verð nú líka að gera athugasemd við þessa færslu þína þar sem strákarnir á Höfn eru bara að halda ævagömlum sið við lýði, en sagan segir að þetta hafi bændur gert á bóndadeginum til forna. Mér finnst bara málinu algerlega óviðkomandi hvað stúlkurnar á Höfn gerðu í morgun því að BÓNDADAGURINN er dagur karlpeningsins og mér finnst frábært hjá þessum hressu strákum á Höfn að halda gömlum venjum við

Helga (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 11:13

5 identicon

Takk fyrir þetta gott fólk. Ég er líka hlynt kynjaskiptum athöfnum sem þessum og hlakka til að lesa um stelpurnar á konudaginn. Eigið góðan bóndadag :-)

sara Dögg (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 12:25

6 identicon

Eitt orð....

KVENNAHLAUPIÐ

Má ekki leifa börnum að vera börn án þess að skemma það með geðveiki? Mikið er ég feginn að vera ekki barn um jól á þínu heimili.

Og nota bene, ég er ekki að segja þetta vegna þess að þú ert kellukella, mér finnst það bara svalt og er með tölvuna fulla af ljósmyndum sem sýna einmitt það. Veit að samkvæmt bandarískri könnun þá eru börn sem alast upp hjá tveimur lesbíum í alveg jafn góðum málum og þau börn sem alast upp á hefðbundnari heimilum.

...Eini munurinn er að það vantar alltaf rafhlöður í leikföngin þeirra.

Hjalti (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 15:41

7 identicon

Hjalti, þú ættir að skammast þín.

Ívar Már (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 15:59

8 Smámynd: Sara Dögg

Æ æææææ... gott að ég er svona löngu komin yfir það að láta fordóma fólks fara fyrir brjóstið á mér...það sem þú nefnir segir mér þó ýmislegt um þig Hjalti minn hef svo oft lent í þínum líkum :-)

Sara Dögg, 25.1.2008 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband