Skólasamfélagið og líðan barna.

Ég velti því fyrir mér hvernig skólasafélagi við viljum tilheyra. Við hvaða aðstæður líður börnum vel og hversu gætilega þurfum við sem sinnum börnunum að fara?

Í skólasamfélaginu mínu skiptir öllu máli að börnunnum líði vel - þetta er jú þeirra staður all góðan part af sólarhringnum og það væri skelfilegt ef sá tími væri upplifun vonbrigða, vanmáttar og einmanakenndar svo eitthvað sé tekið til...ekki satt? Barni sem ekki líður vel með það að koma í skólan einn morgun er tilefni til alvarlegra íhugunar og aðgerða, því slíkt teljum við afar alvarlegt og leggja okkur í líma til að slíkt gerist a.m.k. aldrei oftar en einu sinni!

Ég er hrædd um að oft gefist minni tími en gott þykir til þess að sinna sálini. Börn fara í andhverfa hegðun, sýna uppsteit, eru með hroka og óstýrilæti. Og hvað er til ráða?

Þarfnast skólasamfélagið ekki gagngerar endurmenntunnar eða byggingar?? Ég sé að þættir eins og fámennari hópar á hvern kennara virkar fjandi vel, öguð samskipti og þjálfun í öllum sem heiti, sjálfstæði, virðing, sjálfsagi, vinátta og umhyggja snarvirka svo ekki verður um villst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband