Hvert stefnir í atvinnumálum á Íslandi?

Það skiptir máli að almenningur skynji hvert skuli haldið í atvinnumálum. Þjóðin stefnir í atvinnuleysi sem aldrei fyrr og fólk fyllist af ótta og reiði yfir því ástandi sem nú er. Það er ljóst að við verðum að fara nýjar leiðir. Við verðum að tengja saman fjölskyldulíf og atvinnulífið. Þessir þættir verða að spila saman og finna samhljóm sín á milli.

Atvinnustefna er mikilvægt tæki sem brýnt er að koma á laggirnir fyrr en seinna. Samfylkingin á að leiða slíka stefnumótun og tala skýrt í því sambandi. Þar sem horft er til umhverfisins og mannauðsins um leið. Ég horfi til nýsköpunar, sprotafyrirtækja og landbúnaðar þar sem lögð er áhersla á séreinkenni hvers bónda og gæði framleiðslunnar. Eflum fiskvinnslu í landinu og fjölgum störfum í greininni.

Stytting vinnudagsins er mál sem vert er að koma í umræðuna á ný er það ekki einmitt kjörið tækifæri á tímum sem þessum. Færri störf í boði og vert að huga að þeim mannafla sem hefur ekki til neinnar vinnu að líta. Fleiri vinni sömu störfin en styttri vinnudag um leið. Með slíkum aðgerðum væri komið til móts við efnahag fjölskyldunnar þ.e. að vistunarkostnaður barnafjölskyldna væri mögulegt að lækka með styttri vinnudegi og styttri vistun í leikskólum og frístundaskólum landsins.

Ég las grein eftir flokksfélaga minn Skúla Helgason sem ég vil endilega að lesendur mínir kíki á. http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/1234. Ég hlakka til að vinna að þessari stefnumótun með Skúla Helgasyni og þakka honum fyrir þessi skrif.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Úff, er það ekki bara hvalveiðar og álframleiðsla. Nú ef ekki þá fjallagrösin. Nei í alvöru þetta er mál sem við þurfum að fara að skoða strax. En ekki einfalt. Mér líst vel á bóndann. Nautalundirnar frá Grímsholti t.d. eða eitthvað svona.

Finnur Bárðarson, 11.3.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband