Prófkjörið.

Þátttaka í prófkjöri er merkileg reynsla fyrir margar sakir. Ekki bara fyrir það að þar fær maður tækifæri til að koma sínum hugsjónum á framfæri í hópi fólks sem virkilega lætur pólitík skipta sig máli, heldur ekki síður fyrir þá upplifun sem hún er.

Mér þykir afar merkilegt t.d. hve kynningarfundirnir hingað til hafa verið vel sóttir af karlkyninu. Konurnar virðast ekki vera að láta þetta trufla sig þessa dagana, alla vega mun færri. Merkilegt nokk - en skýrir kannsi líka margt gagnvart stöðu kvenna í pólitík hingað til. Að mínu mati er þetta vettvangurinn til að koma sér af stað, hvort sem viðkomandi hefur unnið mikið eða lítið flokkspólitískt starf um æfina. Og konur þurfa að vera stærri hópur þátttakanda en raun ber vitni - engin spurning.

Ég er full tilhlökkunar og er farin að sjá fyrir mér afar spennandi kosningu. Ég hvet alla til að taka þátt - kosning hefst á fimmtudaginn á www.xs.is og líkur á laugardaginn.

Ég býð mig fram af mikill einurð, þar sem ég hef lofað sjálfri mér að vera heiðarleg, samkvæm sjálfri mér og góður hlustandi.

Sara Dögg í 2. - 4. sæti !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband