Laumuspil Sjálfstæðisflokksins.
14.5.2007 | 17:09
Ég hef vonda tilfinningu fyrir ráðbruggi sjálfstæðismanna þessa dagana. Nú gerir Geir allt til þess að halda í Framsókn því það mun auðvitað þýða enn meiri völd til handa honum og hans flokki. Skelfilegt til þess að vita ef Framsókn lætur hafa sig út í slíkt.
Það er mér nánast um megn að hlusta á það hvernig Geir talar um fylgishrun Framsóknar... úfff fyrr má nú rota en dauðrota. Hvernig hljómaði þetta nú aftur... jú að tap Framsóknar væri ekki að sækja í frammistöðu þeirra í ríkistjórninni nei nei heldur miklu frekar að hér sé um að ræða innaflokksdeilur... Hver á að trúa þessum einlægu orðum Geirs?? Ekki ég... En völdum skulu þeir halda blessaðir og um það snýst málið... Sjálfstæðismenn munu ef af verður ná aldeilis tökum á landsstjórninni ha? Hvað ætli Framsóknarmenn hafi burðarafl til að stýra mörgum ráðuneytum með 7 þingmenn - hvaða rugl er þetta bara??
Það er mitt mat að ef samstarfið heldur þá eru Framsóknarmenn búnir að tapa öllu sem heitir sjálfsvirðing. Hvað verður um stefnumál flokksins? Þau verða að engu og einmitt þess vegna kýs þá enginn en það hræðilega við það er að það skiptir bara ekki nokkru einasta máli.
Framsóknarfólk - sýnið djörfung og dug og bjargið sálu ykkar með því að láta ekki glepjast í faðm valdagræðginnar!
Steingrímur: Stjórnarmyndunarumboð liggur ekki á lausu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er ekki fylgisleysi Framsóknar í Rvík og kraga m.a. af því að þar hafa menn horft á framsóknarmenn taka sér miklu stærri sneiðar af kökunni en þeir hafa unnið fyrir? Hvernig er þetta t.d. í Rvík núna - hvaða atkvæðastyrk hefur flokkurinn svo sem til að hafa þau völd og áhrif sem raun ber vitni?
Ef litið er fram hjá þessum þrem kjördæmum er staða flokksins ekki arfaslæm - þeir hafa mest til saka unnið þarna syðra og þar eru potararnir einna mest áberandi - því fer sem fer.
En ef Framsókn fer í stjórnarandstöðu með formann sinn utan þings - hvað verður þá úr þeim?
Kannski núll - ekki alslæm hugmynd.
Valdimar Gunnarsson, 14.5.2007 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.