Ingibjörg Sólrún

Mikið var ég nú ánægð með foringjann okkar í Katljósinu í gær. Hún var svo hrein og bein, hressileg og afslöppuð. Flott til svara og einbeitt.

Það sem mér fannst gott að heyra var að hún myndi beita sér fyrir því að afmema þessi skrýtnu lög sem kveða á um að trúfélög megi ekki gifta samkynhneigða.. Ég er nefnilega frekar fúl út í þjóðkyrkjufólk sem halda áfram að mismuna mér. það er líka frekar sérstakt að fylgjast með þessari umnæðu að menn eins og biskupinn tali niður til mín vegna eigin fordóma að hann leyfi sér það hreinlega opinberlega.

En það er nefnilega þannig að Ingibjörg Sólrún var sú fyrsta sem kom fram með þingmál til handa réttindabaráttu lesbía og homma, minnir að það hafi verið árið 1991 ári áður en ég var að stíga mín fyrstu skref í nýjum heimi, búin að uppgötva sjálfa mig, hver ég var og fyrir hvað ég stóð.. það var ekkert sérlega létt í því umhverfi sem þá bauðst, til að skyggnast inn í það umhverfi má geta þess að málið var tekið fyrir á þingi að nálgast miðnætti tæpu ári eftir að hún lagið frumvarpið fram! Sérstakt og mjög merkilegt mál! En frumvaripið snérist um að afnema lög sem bönnuðu orðin lesbía og hommi í auglýsingum hjá Ríkisútvarpinu... Hugsið bara út í það!

Ingibjörg Sórún er nefnilega konan sem þorir að taka fyrstu skrefin sem fáir aðrir gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ég er sammála því, Ingibjörg var MJÖG flott í gær í Kastljósinu. Mér fannst hún einnig svara vel spurningunni um Jónínu Bjartmarz málið. Hún setti sig ekki í dómarasæti, enda erfitt, þó allt líti út fyrir spillingu í málinu. Það skilar fólki sjaldan miklu að sparka í liggjandi mann (konu). Maður á alltaf að bera virðingu fyrir andstæðingi sínum og það gerði Ingibjörg í þessu tilviki. Ég var ánægður með það.

Gilbaugur (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband