Af erlendu bergi brotin/n...

Umræðan um "útlendinga" á Íslandi er með ólíkindum þessa dagana. Frjálslindir tala "hreint út" eins og þeir segja og vilja að fólk átti sig á því að "þetta fólk" sé vandamál. Orðræðan er orðin þannig að allir eru farnir að segja "þetta fólk" um fólk af erlendu bergi og það sem meira er að "þetta fólk" virðist einungis vera vinnuafl. Það gleymist alvega að tala um fjölskyldurnar "þetta fólk" börnin sem eru undir skilgreiningunni "þetta fólk".

Ég hef ekki heyrt neinn tala um hvernig okkur gengur að aðlaga börn "þessa fólks" að okkar barnasamfélagi enda er væntanlega flestum nákvæmlega sama - eða hvað?

Vandamálið er nefnilega ekki "þetta fólk" vandamálið er stjórnarhættir, fyrirkomulag og eftirfylgni með öllum fjölskyldunum sem tilheyra "þessu fólki". Skólakerfið berst í bökkum og reynir hvað það getur að sinna menntun barna "þessa fólks". Hver er árangurinn þar? hvað eru það aftur mörg "þessi ungmenni" sem ná að fóta sig í framhaldsskóla? Ég man ekki töluna en ég man að það er skammarlegt.

Einhvern tímann var stefnan að kenna öllum erlendum börnum íslensku á sama hátt. Þá var stefnan sú að móðurmál erlendra barna skipti ekki máli í framgöngu þeirra í námi. Nú hefur því verið snúið við loksins og viðurkennt að móðurmálið skiptir öllu máli þ.e. góð undirstaða í eigin tungumáli er forsenda þess að vel geti tekist til í öllu öðru námi.

Menntamálaráðherra komst þannig að orði að við værum að sinna íslensku námi "þessa fólks" afar vel í sjónvarpinu í gærkvöldi. Ég er ansi hrædd um að hún hafi verið að tala um vinnuaflið og allt snúist um að vinnuaflið geti nú tjáð sig í miðri stíflunni svo allt keyri nú ekki um bak aftur.

Ég vona nú að pólitíkin fari nú að tala um málefni fólks af erlendu bergi með meiri virðingu og af einhverju viti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband