Hrútalyktina burt!
26.2.2007 | 16:05
Hafið þið velt því fyrir ykkur hvernig hrútalyktin birtist manni? Fyrir mér verður hún alltaf enn sterkari í hvert sinn sem hún birtist mér. Ég er orðin ansi nösk á að þefa hana uppi enda ekki flókið þar sem hún umlykur allt samfélagið.
Ég mæli með því að allir konur og karlar reyni mjög meðvitað að fylgjast með þáttum, skrifum og allri umræðu og rýni í dæmið út frá kynjahlutskiptinu. Hversu oft er talað við konur og hversu oft er talað við karla. Man einhver eftir þætti t.d. Silfri Egils þar sem við borðið situr einn karl en jafnvel fjórar konur? Ég minnist þess ekki. En ég fann ótrúlega mikla hrútalykt t.d. þegar ég horfði á Silfrið síðasta sunnudag, þar sat Steinunn Valdís ein við borðið ásamt nokkrum körlum.
En það er allt að gerst - okkur er að takast að lofta út...Það er svo skemmtilegt að fylgjast með umræðunni þessa dagana. Pólitíkin er farin að snúast um jafnrétti kynjanna, flokkarnir eru farnir að berjast um fyrirmyndarímyndina. Vinstri Grænum gengur afar vel. Steingrímur en umvafinn efnilegum konum eftir flokksþingið og er það vel. Samfylkingin átti frábæran fund á laugardaginn þar sem eitthvað á milli 200 og 300 konur komu saman til að efla sig í baráttunni og stilla saman strengi sína. Ég bara get orðið ekki beðið til vors - hlakka svo til kosninganna draumurinn fer að rætast - Ingibjörg Sólrún tekur völdin í sínar hendur með skynsömu fólki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Facebook
Athugasemdir
Hvaða mynnimátatilfinigar eru þetta /Konur eru konum vestar,en ekki kallar,!!!! Hrútalygt hvað er nu það???? hefðurðu komið i sveit ,Eg skyl ekki þetta væl i þer goða min!!!Kveðja Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 26.2.2007 kl. 17:37
Það segir sína sögu að Steingrímur í Vinstri Grænum er umvafinn efnilegum konum en í Samfylkingunni hafa konur völdin. Það er munur þar á...
kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 10:05
Gaman að þessu, uppalin í sveitalyktinni, þar er stundum hrútalykt!
Sara Dögg, 1.3.2007 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.