Allt að gerast.

Það er gaman að fylgjast með baráttuandanum sem kominn er í Samfylkingarfólk þessa dagana. Leiðtoginn er kominn á fleygi ferð, virkilega kröftug og sannfærandi. Enda engin venjuleg kona þar á ferð.

Ingibjörg Sólrún er sú manneskja sem hefur svo sannarlega þorað, getað og viljað. Enda náð langt og ekki látið buga sig. Sérstaða hennar er mjög einkennileg þ.e.a.s. sú sérstaða að mönnum virðist finnast leyfilegt að tala hana niður í skítinn hvar og hvenær sem er.

Það er farinn að leggjast að mér sá grunur að um markvissa aðför sé að ræða. Einhvers staðar las ég það að oftast er talað um hana í Staksteini af öllum stjórnmálamönnum í íslenskri pólitík - samt er hún ekki ennþá orðin forsætisráðherra - ótrúlegt.. Mikið verður samt gaman þá - sko í vor.

Í vor verða miklar breytingar á hinu pólitíska sviði. Ingibjörg Sólrún verður forsætisráðherra og vinstri konur og menn taka höndum saman og leiða okkur inn í samfélag réttvísinnar, jafnréttisins og sanngirninnar. Fjölskyldulífið fer að fá sinn sess, öldruð hjón fá að búa saman þrátt fyrir aldur sinn. Það er með ólíkindum að stjórnvöld skuli ekki hafa sinnt þeirri skyldu sinni að búa öldruðum þau sjálfsögðu mannréttindi að ákveða sjálf hvort kosið er um aðskilnað eða sambúð. Og hreint óhugsandi að slíkt sé við líði. Börn og unglingar fara að fá þá þjónustu sem þeim ber - því þessir þættir eru þeir sem skipta ölllu máli fyrir góðan grunn að góðu samfélagi. Hvað sem hver segir um hagnað fyrirtækjanna og velferð í viðskiptum.

Fyrir þessi gildi stendur Ingibjörg Sólrún og liðið hennar - leikurinn er hafinn og markmiðið er einfalt og gott - vinnum leikinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband