Nýjar áherslur takk!
18.2.2007 | 20:56
Ég varð frekar spæld eftir að hafa hlustað á leiðara Egils í Silfrinu hans í dag þar sem hann fjallaði um stöðu íslenskra barna út frá niðurstöðum rannsóknar sem inniheldur niðurstöður rannsókna víða í heiminum á stöðu barna almennt. Ég var alveg fullviss um að strákurinn myndi fylgja pistlinum eftir með umræðunum í þættinum en svo var nú ekki.
En ég vil sjá að fjölmiðlar hefji umfjöllun um stöðu barna á Íslandi eins ítarlega og þeir hafa verið að gera um ýmis frekar dapurleg málefni undanfarið. Það er kominn tími til að við förum að huga að kynslóðinni sem tekur við, kynslóðinni sem er að alast upp í því samfélagi sem við erum að skapa dag frá degi. Hvernig erum við að búa að þessari kynslóð erum við að standa okkur í að veita þeim þá grundvallar þætti sem þarf til þess að kynslóðin dafni og geti tekist á við verkefni morgundagsins?
Ég efast um það - það er mín tilfinning að þar sé íslenskt samfélag að renna á bossan með að standa undir ábyrgð.
Ég trúi því reyndar að í vor komi sá tími þegar núverandi stjórnvöld fara frá völdum og Ingibjörg Sólrún og liðið hennar tekur við að þá verði kippt í spottann og málefni næstu kynslóðar sett á oddinn. Betri menntun er algjört frumskilyrði í þessu sambandi, við verðum að halda uppi nýbreytni og framþróun í skólamálum til þess að standast kröfur nútímans.
Skýr fjölskyldustefna ríkisvaldsins þar sem markmiðið er sett á að vinnumarkaðurinn gangi út frá fjölskyldunni en ekki eins og nú er að fjölskyldan gangi út frá vinnumarkaðinum því slíkt fyrirkomulag getur aldrei leitt til góðs.
Það þarf að fara að snúa blaðinu við og vinna að ennbetra samfélagi með velferð einstaklingsins að leiðarljósi en ekki eingöngu gróðasjónarmiðið!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:52 | Facebook
Athugasemdir
Sammála góðri grein!
Sigurður Ásbjörnsson, 18.2.2007 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.