Vorið er í uppsiglingu...

Ég var að glugga í Krónikuna í morgun - ágætis vikublað, eftir að hafa rent í gegnum blaðið fann ég að það var eitthvað óvenjulegra en venjulega þegar ég hef verið að glugga í blöðin. Eftir smá umhugsun gerði ég mér grein fyrir því hvað það var - já það var umfjöllunin þ.e. hvernig fjallað er um fólk og málefni almennt.

Það allra merkilegasta var þó að það var töluverð umfjöllun um hina einstöku konu Ingibjörgu Sólrúnu - kvenskörunginn okkar sem allt getur, sem þorir og gefst ekki upp. Jæja það sem var hvað merkilegast við umfjöllunina var að hún var ekki niðrandi um hennar persónu eða hennar málstað, það var ekki veirð að traðka á henni á skítugum skónum eða reyna að gera hana að ótrúverðuga pólitíkusnum sem virðist viðloða alla umfjöllun sem tekin er upp um hana, það sem hún segir eða gerir - afar merkileg útreið sem þessi frábæri snillingur verður fyrir í tíma og ótíma.

Í Króniku var bæði fjallað um framtíðar leiðtogann okkar Íslendinga og birt stutt viðtal við konuna. Skemmtileg pæling um ummæli hennar sem virðast koma öllum mótspilurum alla vegana úr jafnvægi. Pælingar um hversu djúp hún væri þegar hún segði afar einfalda hluti sem sagt umfjöllun á jákvæðu nótunum og skemmtileg en samt sem áður umfjöllun sem ég hef aldrei séð um karlskörung. Það er á mörgum vígstöðum þar sem kynjahlutskiptið virðist vega þungt - pælið í því. En það breytir ekki því að Ingibjörg Sólrún er á leið inn í vorið sterkari en nokkru sinni fyrr.

 Hvetjum okkar konu áfram og látum ekki óáreitt umfjöllun um okkar mesta snilling á pólitíska sviðinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband