Misnotum móður náttúru.....
16.2.2007 | 09:21
Klámiðnaðurinn teygir sig til allra átta. Er ekki merkilegt að menn í hótelrekstri kjósi að hýsa stóran hóp af klámhundum og þjónusta. Er ekki full langt gengið á rétt okkar hinna þegar einstaklingar eru tilbúnir að setja merkimiða klámsins á náttúru landsins. Hvernig er það annars þurfa aðstandendur kvikmynda eða vefefnis ekki leyfi landeigenda til að fá að nýta sér náttúruna í slíkum tökum almennt? Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að bregðast við þessari uppákomu?? Kannsi jafn kröftuglega og þegar hópur Falon Gong mættu til landisins til að stunda friðsamleg mótmæli?? Það væri gaman að sjá. Eða er mönnum nokk sama hvort klámiðnaðurinn hertekur landið og þjóð - því við skulum bara átta okkur á því að klámhundahópur sem þessi kemur til með að hafa áhrif á þann klámiðnað sem fyrir er - engin spurning. Við hljótum að geta gert eitthvað til að spyrna við slíkum órþifnaði og ofbeldi.
Klámþing verður haldið hér á landi í næsta mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:25 | Facebook
Athugasemdir
viltu virkilega, að hótel banni hópi fólks að koma, byggt á starfsgrein þeirra,ég held að það gæti brotið einhverja jafnræðisreglu. Ég segi að það sé bara allt í lagi að þau komi hingað, eigum við að fara banna fólki að koma til landsins byggt á starfsgrein þeirra, eigum við ekki bara að setja þá spurningu við vegabréfaeftilitið, já hvað starfar þú við, nú já, við viljum ekki fá fólk eins og þig hingað til landsins, þú verður að fara. Mér er skítsama hvort þetta sé klám eða kristinleg samkoma, þetta fólk kemur hingað til landsins, og eyðir peningum, og í kjölfarið segir það vinum og ættingjum fá landinu(sem eru ekki í klámiðnaðinum) og þá koma kannski fleiri. horfum á þetta með hagkvæmu sjónarmiði, en ekki einhverju mótmælakvaki sem er ekki rökrétt
Óli (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 10:56
Kæri Óli við hljótum að gera athugasemd við það þegar iðnaður sem í okkar lögum er ólöglegur ríður sér til rúms innan okkar lands - ekki satt?
Sara Dögg, 17.2.2007 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.