Kynningin.

Sara Dögg Jónsdóttir Hefur ákveðið að gefa kost á sér í forystusveit Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 25. apríl 2009. Köllun eftir nýju fólki til starfa er áskorun sem hún tek fagnandi.

Sara Dögg er grunnskólakennari að mennt. Hún er skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði og hefur stýrt honum frá upphafi eða frá haustinu 2006. Þar á undan starfaði Sara Dögg sem kennari fyrst í Reykjavík en síðar í Barnaskólanum í Garðabæ. Á árunum 2000 – 2005 var hún fræðslufulltrúi Samtakanna 78. Sara Dögg er 35 ára gömul, fædd 26. júlí 1973 og uppalin á Reykhólum í Reykhólasveit. Hún hefur búið í Hafnarfirði frá desember 2005 ásamt sambýliskonu sinni Bylgju Hauksdóttur. Sara Dögg telur sig hafa þá reynslu og hæfni til að takast á við ákveðin verkefni sem verða brýn á næstu misserum. Frumkvöðlastarf á sviðum menntamála og mannréttinda- og jafnréttismála eru þau störf sem Sara Dögg hefur unnið síðustu 9 árin. Helstu mál: Virk fjölskyldustefna er brýnt verkefni sem Sara Dögg leggur áherslu á að verði komið í framkvæmd. Fjölskyldustefna sem stendur vörð um allar fjölskyldur og velferð þeirra. Þar er skólakerfið afar mikilvægur hlekkur og eru hugmyndir um skólakerfið sem virkari stoðnet fjölskyldunnar málefni sem Sara Dög vill vinna uppbyggingu á. Menntun og fræðsla fyrir fullorðna er brýnt verkefni sem þarf að ýta stoðum undir um land allt. Stefnumarkandi vinna sem einblýnir á að styrkja atvinnulausa í að vinna nýja lífsýn með nýjum atvinnutækifærum með menntun og starfsráðgjöf er afar mikilvægt. Frumkvöðlastarf þarf að virkja og koma í farveg. Atvinnuskapandi hugmyndir fólks eru mikilvægar og brýnt að skapa vettvang fyrir slíka hugmyndavinnu sem víðast um landið allt. Jafnréttismál í sínum víðasta skilningi er einn af þeim málaflokkum sem Sara Dögg hefur starfað við og vill beita sér fyrir á landsvísu. Jafnrétti kynjanna er eitt af aðalsmerkjum Hjallastefnustarfs og þar hefur hún unnið síðustu 5 ár. Mannréttindabarátta samkynhneigðra er önnur hlið jafnréttismála sem Sara Dögg hefur unnið að, með fræðslu- og kynningarstarfi fyrir fagfólk og þá sérstaklega skólafólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband