Fjölskyldustefna

Ég tel brýna þörf á því að virk fjölskyldustefna verði mótuð og henni komið í framkvæmd sem allra fyrst. Á tímum sem þessum þar sem mikil upplausn hefur orðið í lífi fólks þá er mikilvægt að utanum hald sé tryggt.

Fjölskyldustefna sem býður upp á heildstæða lausn fyrir allar fjölskyldur. Með virkri fjölskyldustefnu á ég við það að allar þær grunnstofnanir sem fjölskyldur tengjast með einum eða öðrum hætti vinni saman - að þar sé samhljómur á milli.

Skólakerfið er þar afar mikilvægur hlekkur. Það er mitt mat að í leik- og grunnskólum eigi að stefna að víðtækara stoðkerfi fyrir börn og þeirra fjölskyldur. Ég vil sjá skólaheilsugæsluna virkari, ég vil sjá tannlæknaeftirlit koma inn í skólana, ég vil sjá virkari sálgæsluþjónustu innan skólanna. Ég vil að allar fjölskyldur hafi rétt á allri þessari grunnþjónustu í gegnum skóla barnsins með einum eða öðrum hætti.

Ég vil að öll börn án nokkurrar aðgreiningar eigi rétt á sömu þjónustunni. Ég vil að foreldrar geti óskað eftir og fengið viðtöl og leiðbeiningar þess fagaðila hver svo sem hann er áður en mál eru komin í þrot. Forvarnarstefna sem mun skila arðsemi í betri líðan einstaklinganna.

Kerfið á að standast þessa kröfu með skilvirkum hætti - við höfum mikla þörf fyrir þjált kerfi, opið kerfi þar sem foreldrar gera sig gildandi.

Fjölskyldustefna snýst ekki síst um samvinnu atvinnulífsins og annarra stofnana sem koma að fræðslu og uppeldi barna. Samfélag foreldra og samfélag barna verða að vinna betur saman til að við tryggjum þétt samfélag með öryggi og velferð einstaklinganna að leiðarljósi.

Atvinnulífið verður að vera virkur þátttakandi að slíkri stefnu til að hún gangi upp. Gildismat og viðhorf í garð forgangsverkefna verður að endurskoðast. Tími einstaklinganna er runninn upp, velferð þeirra og bætt líðan skiptir máli fyrir afkomu okkar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband