Hvar liggja áherslurnar?

Hver eru hin raunverulegu gildi samfélagsins? er spurning sem margir spyrja sig um þessar mundir. Í mínum huga er algjört lykilatriði að stjórnvöld tryggi að mál málanna þ.e. ein helsta stoð samfélagsins fjölskyldan nái að standa á traustum grunni og styrkja sig sem það afl samfélagsins sem mestu máli skiptir.

Alla þá þætti sem snúa að fjölskyldunni verður að styrkja enn frekar á tímum þrengina og erfiðleika sem margir einstaklingar glíma við vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa. Því skiptir máli að stjórnvöld setji fjölskyldustefnu á dagskrá, móti hana til framtíðar og standi með henni - það skiptir máli.

Málefni einstaklinganna eru of fljót að verða undir í allri umræðu um hrun efnahagslífsins. Öll orkan fer í að huga að sökudólgunum, finna þá, láta þá gjalda fyrir og svo framvegis. Stjórnvöld verða að skipta liði í þessu sambandi og hafa öfluga "vél" sem sinnir málefnum fjölskyldnanna, barnanna. Í öllu kappinu um að ná sem mestum sparnaði gerist það að þjónusta við börn er fljót að verða eitt af aukaatriðunum þar sem málsvari barn hefur sig ekki í frammi. Og það er einfalt að sjá það fyrir sér að niðurbrotnir foreldrar hafa ekki orkuna og kraftinn til að fylgja málefnum innsta kjarnans síns eftir - því allir eru að þrauka þar til yfir líkur. Slíkt viðhorf og aðgerðarleysi má ekki ná yfirhöndinni.

Stjórnvöld verða að huga að þeirri þjónustu sem menntastofnanir bjóða fjölskyldum upp á í leik - og grunnskólum. Sú þjónusta á að vera ein af lykilatriðum fjölskyldustefnunnar. Hvernig er niðurskurði komið fyrir í þeirri þjónustu? Er farið að fjölga börnum í bekkjum í grunnskólunum? Hefur dofnað yfir einstaklingsathyglinni sem allir hafa stefnt að fram til þessa? Er sérhagsmunum einstakra barna ýtt út af borðinu? Þetta eru allt þættir sem hafa gríðarleg áhrif á líðan barna sem og foreldra þeirra og við því verður að bregðast. Er grunnþjónustan við börn í hættu?

Ný menntastefna þótti mér flott innlegg og góð samhljómun með þeirri fjölskyldustefnu sem ég vil sjá. Ráðamenn og konur töluðu mikið um breyttar áherslur í skólakerfinu og er brýnt að halda þeim til haga og upphefja þær. Líðan barna þótti vega mest í því samhengi. Að hver skólastofnun þyrfti að rýna í sjálfa sig og huga að þeim leiðum sem farnar eru í menntun barna með það að leiðarljósi að líðan þeirra væri alltaf í fyrirrúmi. Að styrkur hvers barns á eigin forsendum væri aðalatriðið - svo falleg orð var hugljúft á að hlusta.

Í samfélagi dagsins í dag verður að nýta krafta til að halda utan um fjölskylduna, styrkja stoðum undir faglega og framsækna fjölskyldustefnu þar sem líðan barna og fjölskyldna þeirra er sett í forgrunn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sara Dögg til hamingju með ákvörðunina um framboð. Ég bý í Finnlandi. Er að leikstýra þar og held fyrirlestra í grunnskólum um Ísland, land, sögu og vætti. Get því ekki stutt þig beint en mun kjósa Samfylkinguna verði Jóhanna formaður. Ef Ingibjörg hefur ekki skinsemi til að hætta er ekkert annað að gera en kjósa VG.

Baráttu kveðja

Stefán Sturla...

Stefán Sturla (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband