Lífið eftir prófkjör!
16.3.2009 | 21:33
Nokkuð merkileg upplifun þegar prófkjörið er á enda, niðurstaða fengin og sumir sáttari en aðrir. Ég er vel sátt við mína niðurtöðu - bið ekki um meira. Ég var nýtt andlit að feta fyrstu sporin á nýjum stíg. Nú er sund milli stríða, beðið eftir lokaniðurstöðu með uppröðun á listann.
Og þá er gott að ígrunda á meðan. Ég er ekki frá því að mér finnist prófkjör sérkennileg leið til þess að raða saman fólki á lista sérhvers flokks. Það leggja allir kapp sitt við að halda stemningunni í hópnum í meðallagi en allir eru að keppast um mikilvæg atkvæði til að koma sjálfum sér áfram... Vissulega var þetta snörp keppni aðeins tvær vikur eða svo...ég fann verulega fyrir því hvað maður verður sjálfhverfur í þessu stappi öllu saman... það fór að hamast í mér gamla góða keppnisdæmið og allt fór á fulla ferð... óholl spenna fór að byggjast upp sem ég tel að sé hverjum einstaklingi óholl.
Prófkjörið sjálft var svolítið hitt lífið, fundirnir annar heimur en sá veruleiki sem maður tilheyrir í daglega lífinu sínu og margt óvenjulegt alla vega fyrir nýtt andlit..en kannski er þetta svona alla daga þegar í pólitíkina er komið - efa það samt einhvern veginn....
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.