Pólitískar áherslur.
3.3.2009 | 09:20
Þetta erum málin sem ég stend fyrir. Ég minni á það að ég býð mig fram til þess að taka þátt í að vinna þau verk sem framundan eru í anda jafnaðarmanna og stefnu Samfylkingarinnar.
- Virk fjölskyldustefna. Bráðnauðsynlegt að fá heildarsýn og stefnu sem fylgjandi er eftir. Börn og fjölskyldur þeirra þurfa á stuðningi að halda og við eigum að styrkja nærsamfélagið þeirra um land allt. Grunnþjónustan má ekki veikjast.
- Nýtt hlutverk skólastofnana. Mikilvægt að endurmeta hlutverk skólastofnana með þeim hætt að við sammælumst um að horfa á menntastofnanir fyrst og fremst sem þjónustustofnanir. Þarfir barna og foreldra þarf að setja í forgang, þannig náum við enn meiri árangri í bættri líðan og betri námsárangri.
- Atvinnumál. Sleppum ekki takinu á þeim fjölbreyttu möguleikum um land allt. Mikilvægt að styrkja þá einstaklinga og þau verkefni sem eru að eiga sér stað nú þegar. Ýtum undir nýsköpun og virkjum kraft einstaklingsins.
- Evrópusambandið. Förum í aðildaviðræður, upplýsum fólkið í landinu um það hvað í því felst fyrir íslenska þjóð. Gjaldmiðil í jafnvægi er nauðsynlegt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Frábært framtak vinkona. Ég er ánægð að fá ákveðna og góða konu í pólitíkina. Verst að ég hef ekki kostningarrétt í þínu kjördæmi, en ég skal tala fyrir kostningu þinni eins og ég get.
Kær baráttukveðja
Guðrún Lilja Magnúsdóttir
Nemi í HHS á Bifröst
Guðrún Lilja Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.