Hin pólitíska sýn.

Mikilvæg mál.....

Virk fjölskyldustefna - menntamál

Fjölskylduna þarf að styrkja sérstaklega á erfiðum tímum. Við þurfum að skapa nýja sýn á nýjum forsendum hvað varðar fjölskyldumál. Þar sé ég skólakerfið þjóna lykilhlutverki. Skólakerfið er sú stofnun samfélagsins sem allar fjölskyldur stóla á og öll ungmenni verja meirihluta tíma sínum innan. Skólakerfið þarf að verða sú eining sem bakkar fjölskyldurnar upp - tengist þeim enn sterkari böndum og veitir alla þá grunnþjónustu sem fjölskyldur þurfa á að halda með börn sín. Við þurfum á nýrri stefnu að halda, nýja sýn á hlutverk skólastofnana. Skólinn þarf að vera þjónustustofnun og hugsuð þannig, í þágu barna og foreldra. Við þurfum að víkja frá gömlum gildum.

Það er mitt mat að innan skólakerfisins eigi að stefna að víðtækara stoðkerfi fyrir börn og þeirra fjölskyldur. Skólinn á að bera kjarna þeirrar þjónustu sem lítur að börnum. Ég vil sjá skólaheilsugæsluna virkari, ég vil sjá tannlæknaeftirlit koma inn í skólana, ég vil sjá virkari félagsþjónustu innan skólanna. Ég vil að allar fjölskyldur hafi rétt á allri þessari grunnþjónustu í gegnum skóla barnsins með einum eða öðrum hætti. Ég tel einnig afar mikilvægt að tómstundastarf barna verði tengt betur við skólastofnanir. Tilboð innan skólanna eru mikilvæg, öryggi barna í fyrirúmi.Ég tel að nú sem aldrei fyrr sé mikil krafa og einstakt tækifæri til að fá nýjan takt í þjónustu við börn og foreldra.

Atvinnuleysi - Atvinnutækifæri

Ég legg mikla áherslu á mikilvægi endurmenntunarstofnana um land allt. Þjónusta á við náms- og starfsráðgjöf er afar miklvægur þáttur í uppbyggingunni á því samfélagi sem við eru stödd í í dag. Fólk á tímamótum sem þeim að standa frammi fyrir atvinnuleysi verður að hafa aðgang að slíkri þjónustu. Til uppbyggingar og hvatningar. Við megum ekki tapa kraftinum sem fólkið býr yfir.

Fyrir atvinnulaust fólk þarf að byggja upp uppbyggingarþjónustu. Frítt í ýmsa þjónustu fyrir hádegi er góð lausn og uppbyggileg. Að gefa atvinnulausu fólki tækifærið til að hitta annað fólk, styrkja sig félagslega, andlega sem líkamlega - gæti ekki verið einfaldara og hagkvæmara. Almenningsstaðirnir eins og sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og bókasöfn ættu að taka fagnandi við fólkinu okkar alls staðar, slíkt væri átaksverkefni sem allir gætu verið stoltir af.

Ég sé náttúru Íslands fyrst og fremst sem auðlind sem þarf að vernda og búa svo um að hægt sé að njóta hennar. Tækifærin eru í ferðamannaþjónustunni og þar þarf að styrkja stoðir. Einstaklingsframlagið þar er mikilvægt og brýnt að hlúa að þeim verkefnum og hugmyndum sem fólið sjálft býr yfir. Eflum ferðamannaþjónustuna vítt og breitt. Náttúruperlurnar leynast alls staðar og þær þarf að varðveita en hafa aðgengilegar.

Jafnréttis og mannréttindarmál

Ofur einfalt mál – jafnréttisuppeldið þarf að hefjast í leikskóla og vera markvisst, það felur í sér viðhorfabreytingar sem brýnt er að byggja upp frá grunni hvers einstaklings. Framþróunin á sér stað innan frá og viðhorf er hér lykilatriði. Ég tel mjög mikilvæg að halda þessum bolta á lofti á tímum sem þessum. Því nú er fólk að hugsa um að lifa af og þá þarf að hafa yfirsýn og utanum hald um alla minnihlutahópa og jafnrétti kynjanna í sinni víðustu mynd. Við verðum að vera á vaktinni og sinna þeim verkefnum vel.

Evrópusambandið

Alþjóðasamfélagið skiptir okkur sem þjóð miklu máli. Tengin út í heim er ein af mikivægu forsendunum fyrir almennum framförum í íslensku samfélagi. Ég er fylgjandi því að farið verði í aðildaviðræður um inngöngu í evrópusambandið. Það er mitt mat að það sé algjörlega nauðsynlegt að hafa gjaldmiðil í jafnvægi ekki síst með tillliti til útflutnings eins og í sjávarútvegi. Ég tel að opin umræða, fræðandi og fagleg eigi að fara fram þannig að hún sé hvetjandi fyrir almenning til að taka afstöðu. Að uppfræða þjóðina um evrópumál er nauðsynlegt.

AF hverju ég?

Ég  hef ýmsa reynslu af óvenjulegum verkefnum og tel að hún nýtist vel á Alþingi. Ég er óhrædd við að taka ákvarðanir og vön að vinna í óvenjulegum aðstæðum og hinum megin við borðið. Ég er baráttukona í eðli mínu, heiðarleg, þrautseig og fylgin mér. Ég er skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði og hef unnið að mannréttindamálum á vegum Samtakanna 78 þar sem ég starfaði sem fræðslufulltrúi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Indriði H. Indriðason

Ég vil vekja athygli á vefsíðu, www.profkjor.politicaldata.org, sem er nýstofnsett. Tilgangur vefsíðunnar er að skapa vettvang þar sem kjósendur geta nálgast upplýsingar um frambjóðendur og stefnumál þeirra auk annarra upplýsinga tengdum prófkjörunum/forvölunum. Vefsíðan er opin frambjóðendum allra flokka í öllum kjördæmum en það er undir frambjóðendunum sjálfum komið að færa inn upplýsingar um sig og stefnumál sín. Ef frambjóðendur kjósa eru færslur af þeirra eigin bloggum birtar sjálfkrafa á vefsíðunni. Það gefur t.d. kjósendum möguleika á að skoða bloggfærslur allra frambjóðenda flokksins í tilteknu kjördæmi – og jafnvel takmarkað við tiltekið sæti á listanum – á einum stað. Það er von okkar að vefsíðan efli pólitíska umræðu og gefi kjósendum aukið færi á að taka málefnalega afstöðu.

Frambjóðendur geta skráð sig hér: http://www.profkjor.politicaldata.org/wp-login.php?action=register

Indriði H. Indriðason, 3.3.2009 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband