Hvernig fólk þurfum við á þing?

Ég tel að mínir kostir og sú færni sem ég bý yfir komi til með að nýtast vel á Alþingi á komandi misserum. Ég er samkvæm sjálfri mér sem ég tel afar mikilvæg. Ég er staðföst og fylgin ákvörðunum mínum. Ég tel mig hafa reynslu sem hefur eflt víðsýni mína á marga vegu. Ég hlusta á fólk, er óhrædd við að taka ákvarðanir og geng í verkin.

Ég hef góða reynslu í að fara ótroðnar slóðir, annars vegar hef ég öðlast þekkingu og reynslu af því að reka óhefðbundinn grunnskóla og hins vegar hef ég mikla reynslu af því að tala við fólk og upplýsa á vettvangi Samtakanna 78 og vinna að stefnumótun fræðslumála. Ég hef reynslu af því að vinna hinum megin við borðið í samvinnu við stjórnvöld og bæjaryfirvöld á vettvangi skólamála og mannréttindamála.

Ég er alin upp í sveit og hef unnið öll þau helstu störf sem því fylgja.

Ég er óhrædd að takast á við nýja hluti og fara áður óþekktar leiðir. Ég hef öðlast mikinn sjálfsstyrk sem manneskja af því að vera ég og takast á við það verkefni.

Ég er tilbúin til þess að beita mér af öllu afli á Alþingi fyrir betra og uppbyggilegra samfélagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála öllu sem þú ert að segja :-)

Ína Björk (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband