Atvinnutækifærið íslensk náttúra.
24.2.2009 | 09:10
Íslensk náttúra er mögnuð eins og við vitum öll. Krafturinn og orkan er eitthvað sem mörgum hugkvæmist að nýta ýmist til frekari orkugjafa eða til mannbætandi ástundunar. Ég styð þær hugmyndir sem snúast um að nýta náttúru Íslands til útivistar með ýmsu móti. Ég vil hið "Græna Ísland" og tel öllum betur borgið með því að kynna land og þjóð sem land fyrir fólk sem vill koma og njóta, endurhlaða sálina sína heldur en stóriðju.
Ég er nefnilega sammála því að Ísland er stórbrotið land og hér eigum við merkilega sögu og við þurfum að varðveita þann frumkraft sem hér er. Möguleikar atvinnu tengda ferðamannaþjónustu eru endalausir og við þurfum að endurvekja þá stemningu sem var þegar hvert smáþorpið á fætur öðru bauð upp á afar fjölbreytta þjónustu fyrir ferðamenn og þá var nokk sama hvert var komið hvort heldur sem það var á Reykhólar eða Akureyri. Stemningin í sveitunum var góð, það létti yfir fólki og það kviknaði nýtt líf í sveitunum. Bændur sáu fram á að þeir höfðu ýmislegt fram að færa og heimamenn voru virkjaði - Þetta gátum við og þetta þarf að endurvekja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.