Velferð barna í brennidepli.
23.2.2009 | 09:40
Ég er hjartanlega sammála því sem fram kemur í greininni Heilsugæslan á krepputímum í Morgunblaðinu í dag. Þar er verið að fjalla um mikilvægi þess að heilsugæslan fái þann styrk sem hún þarf á að halda til að halda uppi afar mikilvægri þjónustu á erfiðum tímum. það sem skiptir máli er að skilningur sé fyrir hendi hjá stjórnvöldum, þ.e. að hugsað sé um velferð fólksins sem er að kljást við hrun kerfisins. Þjónustan sem þarf að vera til staðar þarf að taka jafnt til líkamlegrar heilsu sem og andlegrar heilsu. Heilsugæslan þarf að geta brugðist hratt og vel við.
Það er mitt mat að skólakerfið eigi að tengja sig betur við heilsugæsluna þar er farvegur sem þarf að ryðja betur og nýta þá þekkingu sem hvor stofnunin um sig hefur. Þar eru í mörgum tilvikum um sama fólkið að ræða sem sækir þjónustuna. Báðar þjónustustofnanirnar eru í nærsamfélaginu og eiga að taka þátt í að halda vel utan um börn og fullorðna nú sem aldrei fyrr.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.