Sara Dögg í framboð.

Ég hef verið félagi í Samfylkingunni frá upphafi. Fyrst um sinn kom ég að vinnu Framtíðarhópsins sem þá var og hét, var dugleg að sækja fundi og hafði gaman af. Ég hef tvisvar ljáð frambjóðendum flokksins krafta mína í kosningum. Ég er í sjálfu sér ekki innanbúðarkona í flokknum hvorki í sveitarfélaginu mínu eða annars staðar.

Ég treysti því að fólk taki afstöðu um mig af verkum mínum og hugsjónum - engu öðru.

Ég býð mig fram fyrst og fremst vegna áhuga míns á pólitík og þeirri áráttu minni að þurfa sífellt að vera að kljást við nýja hluti. Ég hef oftar en ekki valið mér viðfangsefni sem krefjast þrautseigju og kjarks til að fara nýjar leiðir og óvenjulegar leiðir. Ég hef Unnið að verkefnum sem hafa þarfnast viðurkenningar samfélagsins og nýrrar sýnar.

Ég er baráttukona í eðli mínu og blómstra í aðstæðum sem eru krefjandi.

Ég er óhrædd við nýjar og óþekktar aðstæður og tel mig eiga fullt erindi í þau verkefni sem vinna þarf á næstu misserum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband