Trúleysið að verða algert.

Það var gott að koma við á Austurvelli í gær og finna fyrir undiröldunni sem stigmagnast með hverjum deginum. Fólk er búið að fá nóg og fyrir löngu, en það sem hefur haldið fólki niðri hingað til er eflaust trúin á að eitthvað fari að berast frá stjórnvöldum annað enn þurrir blaðamannafundir um ekki neitt... Mín trú á stjórnvöld er alla vega dáin og liðinn undir lok - sá atorkukraftur sem virtist búa meðal þess samfylkingarfólks  sem er í forsvari fyrir valdið virðist enginn. Hvað er að gerast? Mér er frámunað að skilja hvers vegna betra virðist að ala fólk á þögninni, óvissuni og leyndinni sem virðist ríkja yfir fyrirætlunum stjórnvalda ef þær eru þá einhver. Þjóðinn er í vanda og til þess að efla samstöðuna verða stjórnvöld að upplýsa fólk um gang mála og játa sig þá bara sigraða ef þau hafa engar lausnir því það verður að halda áfram og fólk krefst þess. Því spái ég því að næsta laugardag verði margfalt fleiri á Austurvelli en voru í gær - því nú er nóg komið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr...

Góður pistill hjá þér. Ég horfði á kvöldfréttirnar bæði á Stöð tvö og Rúv. Það er gersamlega með ólíkindum að fylgjast með umfjölluninni af þessum mótmælafundum á Austurvelli. Hef nú aldrei haft mikið álit á fréttastofu stöðvar 2 en að Rúv skuli samþykkja að setja þennan fávita hann Gísla í loftið, að ákveða hvort hann ætli að BORÐA eggið (glottandi) eða kasta því í Alþingishúsið, gerði mig eiginlega kjaftstopp. Fyrir mér er þetta ekkert annað en að gera grín að fólki sem er að missa lífssviðurværi sitt og hefur í ALVÖRUNNI áhyggjur af því hvort það geti séð sér og börnum sínum fyrir lífsnauðsynjum. En þetta er akkúrat það sem þessi duglausu stjórnvöld vilja. Gera lítið úr fólkinu og deyfa almenning. Ég mæti næsta laugardag. Takk fyrir mig....PS sjáumst á lau :)

annaj (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband