Ég er eins og ég er...

og hvernig á ég að vera eitthvað annað... flottasti textinn um þessar mundir. Ég er komin í hinsegin fíling enda engin smá gleði og hamingja næstu daga :-) Það er ólýsanleg tilfinning sem brýst fram á dögum sem þessum. Tilfinning sem samanstendur af ólýsanlegu þakklæti, gleði, sigri og ekki síst stolti yfir því að hafa tekist á við sjálfa mig eins og ég er á sínum tíma... Það augnablikið og sú stund hverfur aldrei úr mínu minni... Að uppgötva og viðurkenna sjálfa sig og endurskapa ímynd sína er minn allra dýrmætasti tími.  Ég óska okkur öllum til hamingju með hinsegin daga og hvet alla sem ekki hafa stigið skrefið að setja sig í startholurnar því við erum þarna úti til halds og trausts!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já til hamingju með daginn um daginn:-) knúsi knús

Dídí (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband