Samfylkingin í ríkisstjórn?
18.5.2007 | 10:24
Það voru ótrúleg gleðitíðindi fyrir mig og mína þegar fram kom að hæstvirtur Geir hefði gefið sig á tal við okkar leiðtoga Ingibjörgu Sólrúnu. Maðurinn verður ekki svikinn af því. Ef að er gáð þá er leitun að annari eins.. Ofurklár kona sem hefur góða yfirsýn, þorir að taka af skarið og berst fyrir jöfnuði á alla kanta.
Það verður gaman að fylgjast með slíku samstarfi og frábært tækifæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn að komast í lið með Samfylkingunni. Það á bara eftir að gera þeim gott og víkka sín þeirra á ýmis málefni. Hlakka bara til að sjá hverjir fara í stólana - hef fulla trú á að góður framkvændapakki komi út úr þessum samnigaviðræðum. Ég hef nefnilega ofurtrú á Ingibjörgu Sólrúnu nú fer hún að skína í réttu ljósi...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.5.2007 kl. 13:59 | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér Sara!
Edda Agnarsdóttir, 19.5.2007 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.