Börnin í fyrsta sæti.

Ég var að lesa stefnuplagg Samfylkingarinnar Unga Ísland, um sýn flokksins á þau mál er varðar yngstu kynslóðina og fjölskyldur þeirra. Það verður breytt samfélag sem við komum til með að búa í eftir að Samfylkinginn kemst að í ríkistjórn nú í vor.

Samfélag þar sem hornsteinninn verður ekki einungis orð sem menn notast við á tillidögum heldur verður unnið í því að tryggja þennan hornstein og styrkja. Þannig að hver einstaklingur fái að eflast og þroskast á eigin forsendum óháð stöðu sinni. Við komum til með að vera hluti af samfélagi sem lætur sig málefni barna og ungmenna varða.

Ég hef ekki orðið vör við slíka framtíðarsýn hjá öðrum flokkum stjórnarflokkarnir eru náttúrulega mjög uppteknir við að láta verkin tala þessa dagana, ótrúlegt hvað margir hlutir komast í farveg svona rétt fyrir kosningar. Vinstri græn finnst mér alls ekkert hafa talað um barnamál þau hafa verið svo upptekin við það að halda uppi þeirri mýtu að þau séu þau einu sem hugsa um umhverfismál sem og að þau séu eina framboðið sem hafi kvenfrelsi að leiðarljósi. Ég er reyndar ánægð með hve margar ungar konur fá tækifæri hjá vinstri grænum, og flokkurinn hefur greinilega tekið markvissa ákvörðun um að leyfa ungu konunum að spreyta sig í fjölmiðlum og er það vel. Katrín Jakobs sést reyndar orðið afar sjaldan - kannski þykir hún ekki laða kjósendur að flokknum.

En niðurstaðan er alla vega sú að Samfylkingin er með málefnin meðan aðrir eru að gera út á eitthvða allt annað en pólitík...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er stórkostlegt að Samfylkingin skuli ætla að taka fast á málum barna og fjölskyldunnar. Mér finnst eitt brýnasta málið vera sveigjanlegur vinnutími foreldra og stytting vinnutímans eða úr átta stundum í sex væri draumur. Foreldrar þurfa í raun og veru í dag orlof til að hugsa um börnin sín þegar þau koma heim úr skólanum á aldrinum 10 til 13 ára mín, reynsla er að það er erfiðasti tíminn hjá börnum. Eitt er nauðsynlegt, ekkert heimanám!

Edda Agnarsdóttir, 4.4.2007 kl. 11:10

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

gleðilega páska kæri bloggvinur. viðtökum þetta allt með gleði og glans eftir hátíðarnar!

Kv. Edda  x-S (telpur)

Edda Agnarsdóttir, 6.4.2007 kl. 11:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband