Stjórnmálaflokkarnir og skólamál.

Mér fannst athyglisvert að heyra í fulltrúum stjórnmálaflokkanna í morgun þegar kom að skólamálum á fyrrnefndum fundi Viðskiptaráðs í morgun. Það er einhvern veginn þannig að enginn getur talað um ákveðnar leiðir eða áherslur sem eru framkvæmdamiðaðar.

Ótrúlegt en satt - þrátt fyrir að allir fulltrúarnir töluðu um mikilvægi þess að hafa gott skólakerfi fyrir börn og unglinga þá var ekki að heyra að neinn flokkanna væri með tilbúið plagg um málið. Það finnst mér ótrúlega sorglegt en það er líka það sem skýrir það hvers vegna skólakerfið er svo stirt sem raun ber vitni. Ákvarðanir eru ekki teknar með mið af staðfastri framtíðarsýn í skólamálum það er eins og það vanti algjörlega fólk í pólitíkina sem hefur metnað og einhverja fagsýn á menntamálin okkar. Mín tilfinning er að skólamálum sé sinnt af hálfum hug, kerfið sem fyrir er er látið hengslast áfram en breytingarnar til framtíðar eru engar.

Allir fulltrúar töluðu um aukna fjölbreytni að ráðrúm skólafólksins sjálfs þyrfti að vera meiri en enginn var með einhverja sýn á málið og það þykir mér miður. Við eigum að krefjast þess að pólitíkusar sinni þessum málaflokki, fái fólk í lið með sér sem hefur framtíðarsýnina og getuna til að greiða götur betra skólakerfis.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband