Niðurlæging.
20.3.2007 | 12:12
Þetta er ótrúlegt! Árið er 2007 og ráðmenn þjóðarinnar sáu sér ekki fært að koma réttindum heyrnarlausra og heyrnarskertra á réttan kjöl. Á sama tíma og umfjöllun um heyrnarlausa og heyrnarskerta hefur verið hvað ægilegust.
Ég trúi því ekki að alþingismenn fái ekki skömmustutilfinningu þegar þessi mál bera á góma. Í alvörunni - ég skammast mín alla vega bara fullt fyrir að tilheyra þessu samfélagi þegar ég hugsa um réttleysið og niðurlæginguna sem þessi minnihlutahópur hefur þurft að þola alla tíð.
Mér finnst það algjörlega ólíðandi að sjá valdið nýtt með þessum hætti. Því það er þannig að sá sem fer með valdið traðkar á þeim sem undir eru og því þarf að breyta. Hrokinn er orðinn svo mikill að menn sjá ekki lengur lengra en nef þeirra nær. Ríkisstjórn Íslands á að skammast sín mikið!
Yfirlýsing frá Félagi heyrnarlausra vegna frumvarps um táknmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er fullkomlega sammála þér í þessu máli.
Það virðist hins vegar vera mjög ríkjandi í þjóðfélaginu í dag að fólk sér bara það sem það vill sjá og hlustar ekki á neitt annað. Af hverju eru til dæmis umhverfisverndarsinnar ekki að stuðla að gróðursetningu trjáa, er það of einfalt? Af hverju eru ekki komnar hugmyndir fyrir vestfirðinga að "einhverri annarri" atvinnu, þegar stór hópur fólks vill losna við öll álver úr landinu af því að það er svo margt "annað" hægt að gera?
Jóhanna Fríða Dalkvist, 23.3.2007 kl. 16:25
af hverju sjá umhverfisverndarsinnar ekki mengunina sem mun fylgja tveimur til þremur milljónum ferðamanna?
Jóhanna Fríða Dalkvist, 23.3.2007 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.