Ingibjörg Sólrún og Ísland í dag (í gær)

Það var ótrúlega gaman að hlusta á okkar konu í sjónvarpinu í gærkvöldi. Ég efast ekki um að dvöl hennar í Svíþjóð hafi tvíeflt hana enda engin smá vítamínsprauta að hitta sínar líkar! Ingibjörg Sólrún sýndi í þessum þætti hvað hún er staðföst, trú sjálfri sér og orðum sínum, hversu heil hún er sem stjórnmálakona.

Ég undar mig alltaf jafnmikið á því hve mikið og oft er hægt að tala um Samfylkinguna í tengslum við eitthvað sem er ekki. Það er svo sjaldan sem talað er um Samfylkingum og ekki síst við Ingibjörgu Sólrúnu út frá því sem er. Alveg makalaust - en mér fannst Solla standa sig afar vel og koma því mjög vel til skila að það sem skiptir máli eru áherslur dagsins í dag til framtíðar en ekki áherslur fortíðarinnar. Það er nú einu sinni þannig að samfélagið tekur breytingum og við hljótum að þurfa að vinna út frá því hverju sinni. Sá flokkur sem ekki gerir það er ekki trúverðugur á vettvangi. Og afar sérstakt ef stefna hvers stjórnmálaflokks á að snúast um það sem liðið er en ekki það sem takast þarf á við í nútíð og framtíð... ótrúlegt hvernig er hægt að velta einum flokki upp úr slíkri vitleysu þegar sá hinn sami er sá eini sem sýnir verulega framsýni.

En sem sagt mér sýnist Ingibjörg Sólrún vera komin í fulla sókn og það geislar af henni þessa dagana!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir hvert orð!

alla (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband