Draumalandið tær snilld.
17.3.2007 | 09:00
Ég var boðin á Draumlandið í Hafnarfjarðarleikhúsinu á fimmtudaginn. Ég stóðst ekki mátið enda mjög spennt að sjá hvernig tækist til. Bókin hélt mér alla leið enda svo tær framsetning og skýr. Uppsetningin í leihúsinu er góð að mínu mati.
Skemmtilegar pælingar um hvað sé raunverulegt í raun og veru. Ég mæli með því að allir sem hafa gaman af því að fara í leikhús skelli sér á þessa sýningu. Flott sýning með mikilli ádeilu nefnilega bæði með og á móti álverum almennt - þannig að hún ætti auðveldlega að höfða til allra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.