Álverið og trúverðugleikinn.

Hvað er það sem gerir fólk trúverðugt í umfjöllun sinni? Ég var að horfa á Kompásþáttinn þar sem umfjöllunin var fyrirhuguð stækkun álversins í Hafnarfirði. Þar komu fram málsvarar stækkunar sem og málsvarar þeirra sem á móti eru. Eftir þáttinn var ég mest hissa á því hvað mér fannst málsvarar stækkunarinnar ósannfærandi. Mér fannst þeir hika í svörum sínum og ekki nógu einbeittur vilji eða einhvern veginn eins og það leyndist einhver vafi á bak við orð þeirra. Það kom alla vegana frekar ótrúverðugt út í stofunni heima. Málsvarar þeirra sem á móti eru töluðu að mér fannst opinskátt um staðreyndir málsins og þar liggur væntanlega hundurinn grafinn. Staðreyndin er að um mengun verður að ræða en menn deila um hvenær mengun er mengun og hvenær mengun er ekki mengun. Merkilegast fannst mér svar mannsins sem spurður var að því hvort hann gæti hugsað sér að búa í nágrenni við álverið. Sá svaraði því þannig til að það væri allt í lagi að vinna í álverinu en að búa við það væri eitthvað sem hann myndi aldrei gera.

Ég segi ennþá nei takk við stækkun álvers. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Beinar tekjur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar eftir stækkunina verða rúmar 1400 milljónir króna. Þetta jafngildir 250 þúsund á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Fyrir utan þetta hefur bæjarsjóður miklar tekjur af útsvari starfsmanna álversins ásamt fjölda fyrirtækja og verktaka sem þjónusta álverið.

Störfum í álverinu mun fjölga um 350 eftir stækkun og um 800 störf hjá öðrum íslenskum fyrirtækjum utan álversins vegna umsvifa í Straumsvík. Margir sem eru á móti stækkun tala um að hér séu láglauna störf að ræða en það er alrangt. Hér er fólk á launum sem Íslendingar geta vel sætt sig við (ólíkt mörgum öðrum störfum s.s. fiskvinnslu sem er aðallega skipuð erlendu verkafólki og fleiri störfum. Meðal byrjunarlaun verkamanns í álverinu eru 340.000 krónur. Það er mergur málsins. Það er leitun af störfum fyrir ófaglærða sem eru jafnvel og örugglega borguð. Það einfaldlega dugir ekki að segja fólki að gera bara eitthvað annað.

Árið 2014 rennur orkusamningur straumsvíkur út. Það er ekki þannig að verið sé að selja orkuna til frambúðar álverið verður að semja um hana. Verði raforkan ekki seld til straumsvíkur er augljóst mál að hún verður einfaldlega seld öðrum fyrirtækjum utan Hafnarfjarðar.

 Innihald flúors í gróðri í nágrenni álversins er svipað nú og það var áður en álverið tók til starfa. Heildarlosun flúoríð verður helmingin minni en hún var fyrir 1990, það er vegna þess gríðarlega árangurs sem Straumsvík hefur náð með lokun kerja og afsogsbúnaði/þurrhreinsistöðvar. Engin tengsl eru á milli svifriks sem mælist á holtinu og vindátta frá Straumsvík. Styrkur brennisteinsdíoxíðs á holtinu mælist að jafnaði einungis 1% af viðmiðunarmörkum GRÓÐRUS.

Við stækkunina mun móðurfélag Alcans á Íslandi veita umtalsverða fjármuni í að nýtt álver falli betur að náttúrunni svo að sjónræn mengun verður mun minni en hún er í dag.

 Umræða umhverfissinna er of mikið byggð á tilfinningum og upphrópunum í fjölmiðlum án almennilegrar efnislegrar umræðu.

Kveðja,

Ágúst

Ágúst Þór (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband