Mogginn í dag...

Það er eitt og annað athyglisvert í Mogganum í dag. Tvennt er þar sem snýr að grunnskólastarfi sem mér þótti afar eftirtektarvert. Á einum stað lýsir Unnur Stefánsdóttir áhuga sínum og Framsóknarmanna að gera 5 ára börn skólaskyld inni á leikskólunum og á öðrum stað greinir frá þeirri þróun sem orðið hefur til fljótandi skólaskila á milli grunn- og framhaldsskóla.

Í fyrsta lagi þá er ég nokkuð sammála Unni með grunnnám 5 ára barnanna og algjörlega á þeim forsendum að þau séu innan leikskólanna og starfið unnið af leikskólakennurum. Það hefur sýnt sig  að það formlega nám sem fram fer hjá 5 ára börnum skilar afar góðri undirstöðu fyrir það nám sem fer fram hjá 6 ára börnum. Allt er þetta þó bundið við hvaða áherslur eiga að vera á þeim leiðum sem farnar eru. Það skilar miklum árangri t.d. að undirbúa 5 ára gömul börn með grunnfærni í læsi sem og færni í að beita stærðfræði í leik og starfi. Enskukennsla skilar einnig afar merkilegum árangri hjá svo ungum börnum. En 5 ára gömlum börnum er ýmislegt til lista lagt á því er enginn vafi.

Fljótandi skil milli grunn- og framhaldsskóla er annað mál, sem er afar áhugavert að skoða nánar. Það verður spennandi að sjá hvernig tekst til með þá tilraun MR og VÍ ætla að bjóða upp á. Í þeim tilfellum skilst mér að ekki verði gerð krafa um samræmd próf til inntöku nema þá annars vegar í íslensku hjá MR og hins vegar í íslensku og stærðfræði hjá VÍ. Ég velti fyrir mér hvers vegna þessi ungmenni verða undanskilin samræmdum prófum en ekki þau sem fara á sínum hraða? Ég var satt best að segja að vona að með þessu værum við loksins komin niður á þá niðurstöðu að samræmd próf væru ekki málið yfirleitt - en það er kannski næsta skref í þróun fljótandi skila á milli grunn- og framhaldsskóla. Annað væri hrópandi misrétti að mínu mati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband