Mikið hafa tímarnir breyst...

Ég er í samtökunum 78 er fyrirsögn greinahöfundar í Mogganum í dag. Konan sem skrifar er þó ekki lesbía eins og margir hafa sjálfsagt haldið við upphaf lestursins.

Það fyllir mig stolti þegar litlu skrefin eru tekin, skref eins og þetta þar sem stolt móðir stígur fram fyrir hönd dóttur sinnar og baráttunnar um mannréttindi til handa samkynhneigðum. Konan rifjar upp upplifun sína þ.e. ríkjandi viðhorf samfélagsins fyrir um 25 árum síðan og er því afar fegin að dóttir hennar sé unglingur í dag en ekki þá. Slík skref gefa öðrum von sem standa ekki í sömu sporum og dóttir þessarar ágætu konu. Við höfum enn þá ungmenni sem kljást við fordóma heima fyrir og þau og ekki síst foreldrar þeirra þurfa á aðstoð okkar að halda.

Viðhorfin hafa svo sannarlega breyst og mörg ungmenni eiga auðveldara með að gera foreldrum sínum grein fyrir sínum innstu tilfinningum. Það skiptir máli að við sem málið þekkjum látum heyra frá okkur. Gefum samfélaginu smá hugmynd um líf og veruleika lesbía og homma. Látum það fréttast að í okkar hópi séu að verða til fleiri og fleiri fjölskyldur, þar sem t.d. lesbíur fara út í barneignir sjálfar með aðstoð tækninnar. Látum það líka berast að pör í staðfestri samvist taka að sér börn í varanlegt fóstur. En tölum líka um þá staðreynd að samkynhneigðum er það illmögulegt að komast í hóp þeirra foreldra sem eiga ættleidd börn - sú barátta stendur enn.

Ég mæli með þættinum Fyrstu skrefin annað kvöld á Skjá einum. Þar verður fjallað um fjölskyldulíf lesbía....  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Frábær pistill, þú stendur þig og hefur staðið þig rosalega vel í baráttunni. 

Jóhanna Fríða Dalkvist, 28.2.2007 kl. 12:05

2 identicon

Mikið ljómandi var ég ánægð með þennan þátt á Skjá 1 um í gær, laus við vandamál og leiðindi. Þú tókst þgi vel út og svo fer þér líka svo vel að vera með "sítt" hár..  ;-)

Heyrumst, Þóra

þóra Björk Smith (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 10:38

3 identicon

Ég er sammála seinasta ræðumanni, komst kjarnanum vel til skila, til lukku :)

Magnea (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 11:27

4 identicon

Það voru reyndar allir til fyrirmyndar í þættinum, mömmurnar voru frábærar! Stundum er flott að vera samkynhneigður og vonandi verður þetta bara betra :)

Magnea (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 11:29

5 identicon

Já systir góð ég er ekki smá stolt af þér:-D Þú ert sko kjarnakona! Það er svo jákvætt að fólk er farið að opna hugann og sjá þetta í nýju ljósi!. Þessi neikvæðni minnkar og minnkar. Fólk er kannski byrjað að stoppa aðeins og hugsa þetta málefnalega!! Sá ekki þáttinn, hefði viljað sjá hann:-( kv.Dídí systir

Dídí (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband