Áfram Ingibjörg Sólrún.
19.2.2007 | 17:06
Ég læt ekki segja mér það tvisvar - þegar ég hef ekki verið að standa mig í stykkinu. Takk Hallgrímur Helgason fyrir frábæra umfjöllun í Fréttablaðinu í dag undir nafninu "Hið karllæga kvenelti,, Mikið er ég sammála þér.
Ég nefndi það þó hér á síðunni minni hve undrandi ég hefði verið á jákvæðari umfjöllun um snillinginn okkar í Krónikunni. Mér hálf brá því slíkt hafði ég ekki orðið vör við lengi lengi. Við konur sem lítum á okkur sem femínista og allar hinar sem vilja framfarir í jafnréttismálum eigum að sjálfsögðu að standa betur með þeim konum sem sýna fordæmið. Það er fyrir þeirra tilstuðlan að við erum þó þar sem við erum.
Karllægu gildin mega ekki kaffæra okkur, við megum ekki verða samdauna þessu ríkjandi viðhorfi karlamenningarinnar. Með þessum orðum er ég ekki að tala um að allt sem karllægt er sé best farið á báli. Alls ekki en við verðum að ná jafnvægi hvað sem það kostar. Og því er mál til komið að við sem höfum þessa sýn styðjum rækilega við bakið á Ingibjörgu Sólrúnu. Tökum boltann og látum ekki ófaglega, lítilsvirðingu eða önnur ummæli sem eru undir velsæmismörkum okkar samfélags líðast um annars frábæra konu sem ætlar sér sigur í vor og forsætisráðherrasæti. Auðvitað gera margir allt til þess að henni takist það alls ekki!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.