Kvenlæg gildi.

Ég varð uppnumin af því að lesa pistil Kristínar Ástgeirsdóttur á Trúnó í morgun.  Þar lýsir Kristín þeim veruleika sem við hugsanlega byggjum við ef konur hefðu komist til valda 1982.

Skemmtileg sýn og segir um margt um áherslur kvenna. Hvernig konur hugsa og hvað þær setja í forgang er einmitt svo oft ólíkt þeim karlaheimi sem við búum við í dag. Þess vegna verða fleiri konur að komast til valda og hafa áhrif til þess að vega upp á móti karlaveldinu.

Konur verða að ná því marki að kvenlæg gildi nái að skína jafnskært og karllæg gildi. Það verður að fara að vera þannig að samfélagsumræðan snúist jafn mikið um fjölskyldumál og gróðastarfsemi. Í raun finnst mér það mjög sérstakt hvað við leggjum lítið upp úr því að upphefja fjölskylduna og allt það mikilvæga sem gerir okkur að betri manneskjum.

Sálin er einhvern vegin týnd og tröllum gefin. Slíkt ástand getur ekki varað lengi. Enda hvað sjáum við ekki gerast, börnum með hegðunarvandamál er bara að fjölga. Alvarleg tilfelli um unglinga sem virðast afskiptir við tölvuna sína eru mál sem eru komin upp á borð. Hér erum við með dæmi sem er bara brot af því sem er að gerast í samfélaginu - toppinn af ísjakanum. Við vitum það sem vinnum með börnum að ýmis mál koma upp sem má tengja beint við þá staðreynd að foreldrar hafa lítin sem engan tíma fyrir börnin sín vegna þess að samfélagið okkar gengur út frá vinnumarkaðinum en ekki fjölskyldunni þeim einstaklingum sem eru forsendur vinnumarkaðarins. Því hlýtur eitthvað að gefa sig og beinast liggur við að það séu viðkvæmu sálirnar okkar börn og unglingar sem þurfa meira!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband