Stækkun álvers nei takk!
15.2.2007 | 09:45
Gott að heyra að kosning hefst í dag um fyrirhugaða stækkun álvers í Hafnarfirði. Ég sem íbúi í Hafnarfirði þykir þó miður að hafa ekki fengið fram skýra afstöðu bæjaryfirvalda um málið. Sjálfri finnst mér frat að kjósa um mál undir fölsku flaggi. Einhvern veginn finnst mér eins og ég hafi ótrúlega lítið um málið að segja í raun. Erum við ekki bara að tala um viðhorf íbúanna en ekki vald? Hvað gera menn svo??? Segjum að meirihluti íbúa segi nei takk. Einhvers staðar heyrði ég því fleygt að 80-90% ákvarðana væru þegar teknar um stækkun álvers... Eins heyrði ég því fleygt að því fylgdi óheyrilegur kostnaður fyrir sveitarfélagið ef það segði nei takk... svo mikill kostnaður að bæjarfélagði færi jafnvel á hausinn - það hýtur að vera verri kostur heldur en að fá slatta af milljónum í vasann fyrir að segja já takk - ekki satt? Hvað haldið þið um málið?? Ég er því miður skeftísk á málið en reyni í hjarta mínu að trúa og treysta mínu fólki.
Utankjörfundaatkvæðagreiðsla vegna stækkunar álvers hefst í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er vissulega búið að taka ákveðinn hluta af ákvörðunum sem tengjast ríkisvaldinu o.fl. , ss. orkusamningar með fyrirvara við Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjun (með fyrirvara um að allt gangi upp við neðri Þjórsá). Umhverfismat staðfest af Skipulagsstofnun og umhverfisráðherra, starfsleyfi staðfest af Umhverfisstofnun. Hinsvegar er eftir umhverfismat um línumannvirkin (Landsnet og Skipulagsstofnun), lög um breytt skattaumhverfi (fjármálaráðuneyti og Alþingi), samningar um kostnað vegna færslu á veginum (samgönguráðuneyti og Vegagerðin). Deiliskipulagið sem kosið er um er eini þátturinn sem tengist sveitarfélaginu og er í raun verið að kjósa um samning milli hagsmunaaðila og samfélagsins. Ef sagt er Nei þá þýðir það ekki skaðbótakröfur á sveitarfélagið, frekar hitt að sveitarfélagið missir líklega af hundruðum milljóna árlega í tekjur sem nýtast til samfélagslegra verkefna. Ef sagt er Já þá þýðir það ekki endilega að álverið stækki það er margt annað eftir sbr. það sem áður var talið upp svo og að fyrirtækið mun taka sína afstöðu í ljósi niðurstöðu á hagkvæmni, þegar þá allt liggur fyrir.... hvenær svo sem það verður. Kosturinn er að í Hafnarfirði er verið að brjóta blað í sögu lýðræðismála og mættu fleiri sveitarfélög og/eða ríkisvaldið taka sér það til eftirbreytni.... lýðræðið lifir í Hafnarfirði
Athugasemd (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 10:18
Þakka þér kærlega fyrir þessar upplýsingar hver sem þú ert kæri bloggari.
Sara Dögg (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 11:10
Hæ Sara
Mér finnst leiðinlegt að sjá að þú sért á móti stækkun og vona að það sé ekki af því að þú trúir öllu sem þú hefur heyrt hingað til. Staðreyndin er sú að það hefur verið farið með rangt mál að mörgu leiti og að auki vantar inn upplýsingar til að hjálpa fólki að taka ákvörðun. Það er einn og hálfur mánuður í kosningar og vona ég að þú skoðir málið aðeins betur og fylgist með upplýsingum um leið og þær berast og horfir á málið frá öllum hliðum, jákvætt en hlutlaust og takir svo endanlega ákvörðun.
Ef þú villt að ég svari einhverjum spurningum, þá máttu endilega senda mér póst á johannafd@hive.is og ég skal svara öllum þeim spurningum sem ég get og leita svar við öðrum, ég get þá gefið þér upp símanúmerið mitt líka og við fáum okkur kaffi og kleinur
Jóhanna Fríða Dalkvist, 15.2.2007 kl. 19:00
Sæl Sara
Eru ekki hæg heimatökin hjá þér að spyrja félaga þína í Samfylkingunni í Hafnarfirði um afstöðu þeirra. Eru þessir félagar þínir í einhvers konar felulitum, eða kannski undir huliðshjálmi, eða kannski undir oki ósýnileikans.
Með kveðju
JR Ewing
JR Ewing (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.