Vinna kennarar ekki vinnuna sína???

Ég spyr bara... í morgunþætti Bylgjunnar í morgun var verið að ræða við þá ágætis herramenn Mörð og Pétur - skemmtilegir kallar að hlusta á...en ég var alveg að tapa mér við hlustunina þegar Pétur fór um málið eins og köttur í kringum heitan graut. Hann langaði svo að segja að kennarar gætu vel við unað með allt sitt frí og stuttan vinnutíma. Við hverju er að búast þegar menn leyfa sér slíkt tal? Það er þannig að kennarar vinna vinnuna sína og vinnutíminn þeirra er ekki styttri en almenn 40 stunda vinnuvika. Kennarar vinna lengir vinnuviku sem síðan er vegið upp með lengra páskaleyfi og jólaleyfi. Hvernig stendur á því að fólk skilur þetta ekki? Það væri gaman að heyra hvernig fólk almennt sér fyrir sér vinnu kennara. Sér fólk kennara fyrir sér sitjandi við kennaraborð mænandi út um gluggan á meðan börn vinna í bækurnar sínar? Og svo þegar bjallan hringir þá lufsist kennarinn inn á kaffistofu og hangi yfir kaffibollannum sínum?? Hvaða ímind er í gangi??? Ég get alveg lýst því yfir hér og nú að þannig er starf kennarans ekki! Kensla krefst þess að kennari sé með athygli sína á börnum stöðugt, sé til staðar til að mæta þörfum hvers barns fyrir sig og trúið mér eftir því sem barnahópurin er stærri því meira álag... Kennarinn er fagaðilinn sem á alltaf að geta leitt viðkomandi einstakling lengra í þekkingarleit sinni og hæfni til að leysa verkefni við hæfi, þannig að hver einstaklingur njóti þess að stunda nám og að sjálfsögðu á metnaðurin að kristallast í því að börnum finnst gaman og eftirsóknarvert að læra og þroskast á sinn braut! En gleymum því samt ekki að eins og einn snjall skólamaður sagði - upplifun barnsins skiptir hér öllu máli og ef barn er alltaf að æfa sig í því sem það er ekki gótt í þá að sjálfsögðu fer því að leiðast og finnast óspennandi að vera í skóla. Ekki erum við fullorðna fólkið stöðugt að æfa okkur í því sem við kunnum illa eða höfum takmarkaða færni í. Auðvitað reynum við að öðlast frekari færni í þeim þáttum en reynum við ekki öll að gera það í gegnum það sem við getum betur??  Skólinn á að vera skapadi og orkumikil stofnun þar sem allir eru að gera sitt allrabesta hverju sinni, kennarar og börn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér Sara. Má ég ljósrita pistilinn og setja hann á kennarastofuna mína?

Kv. Edda

Edda Agnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 09:05

2 identicon

Þakka þér fyrir kæra Edda og gjörðu svo vel.

Sara Dögg (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband