Afhommaðu mig!
14.2.2007 | 13:52
Ég verð að eyða orðum í þessa vit - lausu umræðu sem skýtur upp kollinum alltaf af og til sama hvað mikið er rætt og frætt um kynhneigðina samkynhneigð. Í fyrsta lagi þá er mér það algjörlega ómögulegt að skilja hvers vegna ábyrgir fjölmiðlar hleypa umræðunni í loftið. Hefur siðgæðisþröskuldurinn ekkert þroskast. Í mínum huga er verið að lítilsvirða tilfinningar fjölda fólks og ekki bara þeirra sem eru lesbíur og hommar heldur ekki síður fjölskyldur þeirra. Aldrei er hugsað út í alla þá sem að málinu koma, öll börnin sem horfa upp á slíka umræðu um sína nánustu. Hvenær myndi fjölmiðlafólki detta í hug að birta langt og mikið viðtal við náunga sem hefði trú á að ákveðin tegund af sápu aflitaði litað fólk??? Í alvörunni málið er af sama meiði - og mér finnst tímabært að ábyrgir fjölmiðlar og hvað þá Ríkisfjölmiðillinn sjálfur taki sig taki og hafi í huga hvað það er sem verið er að upplýsa fólk um í raun og veru. Enn og aftur kynhneigð snýst um tilfinningar og það er val hvers og eins hvort hann gengst við sínum tilfinningum og merkilegt nokk sama hvort viðkomandi er samkynhneigður, gagnkynhneigður eða tvíkynhneigður og hana nú!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek undir þetta Sara, það er furðulegt að þetta bull um "afhommun" skuli fá athygli hér á landi. Það er ömurlegt að þurfa að horfa uppá sértrúarsöfnuði tala endalaust um að samkynhneigð sé "sjúkdómur" og að Kastljósið tali við manninn er bara sorglegt. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 14.2.2007 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.