Launabarátta grunnskólakennara.
14.2.2007 | 10:05
Enn og aftur komast grunnskólakennarar í fréttir fyrir langvarandi strögl við viðsemjendur sína í launabaráttunni endalausu. Ég er orðin afar þreytt á þessu skilningsleysi umboðsmanna sveitafélaganna. Hvað er málið? Ég veit ekki betur en hvert sveitarfélagði á fætur öðru státi sig af því grunnskólastarfi sem á sér stað í bæjarfélaginu hverju sinni. Það er eins og allir séu sammála um að það sé mikilvæg "auðlind" hvers sveitarfélags...En skrýtið að það fari ekki saman að vera með skóla sem bíður upp á gott og metnaðarfullt skólastarf sem að sjálfsögðu er einungis unnið af kenslukonum og kenslukörlum ekki satt??? Og það að stéttinni séu borguð mannsæmandi laun, að forsvarsmenn þessara sömu sveitafélaga líti þrátt fyrir allt einhvern veginn niður til stéttarinnar og traðki á henni sem einhverju hyski sem betur geti haldið sig heima en að vera með þetta röfl. Getur verið að viðhorf viðsemjandana einkennist af gömlu klysjunni að kennarastéttin sé samansett af mökum fyrirvinnunar??? Og ef svo er þá er auðvitað auðskilið hvers vegna ekkert þokast áfram - menn ætla sér að halda stéttinni niðri og lítilsvirða hana í einu orði en tala um SKÓLANN sem "auðlindina" sína í öðru orði og halda í alvörunni að fólk sjái ekki í gegnum þvæluna. En ég get líka lagt mitt að mörkum - bjóðum fleiri skólum að starfa sjálfstætt og sjáum svo hvað gerist :-)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.2.2007 kl. 17:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.